„Theodore Roosevelt“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 19:
Árið 1895 varð hann kosinn forseti lögreglunefndar New York-borgar og gegndi hann þeirri stöðu í rúm tvö ár. Á þeim stutta tíma gerði hann miklar umbætur á lögreglu borgarinnar sem hafði lengi verið þekkt fyrir mikla spillingu og vangetu.
 
Árið 1897 var hann skipaður næstráðandi innan bandaríska sjóhersins, en vegna vangetu þáverandi hæstráðanda var hlaut Theodore flestar hans skyldur. Þann 15.febrúar 1898 sprakk herskipið Maine þar sem það lá í Havana-höfn á Kúbu, sem þá var í eigu Spánar. Það féll í hendur hans að undirbúa sjóherinn fyrir stríð og var hann óþreyjufullur að sjá getu bandaríska hersins í stríði. Þann 25. apríl sama ár lýstu bandarísk stjórnvöld yfir [[Stríð Spánar og Bandaríkjanna|stríði gegn Spánverjum]]. Þann sama dag sagði Theodore sig úr stöðu sinni innan sjóhersins og í stað þess hóf hann að safna sjálfboðaliðum, aðalega kúrekum, til að berjast í stríðinu. Þessi sveit var kölluð „The Rough Riders.“
 
===Forsetatíð===