„Kongódeilan“: Munur á milli breytinga

4 bætum bætt við ,  fyrir 5 árum
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
[[File:Dragon Rouge - DN144a.jpg|thumb|right|Belgískir fallhlífaliðar lenda í Kongó árið 1964.]]
'''Kongódeilan''' var tímabil pólitískrar óeirðrar og vopnaðra átaka í lýðveldinu Kongó (þar sem í dag er [[Austur-Kongó]]) frá 1960 til 1965. Deilurnar hófust nær umsvifalaust eftir að Kongó hlaut sjálfstæði frá Belgíu og lauk í reynd þegar allt landið var komið undir stjórn einræðisherrans [[Mobutu Sese Seko|Joseph-Desiré Mobutu]]. Kongódeilan var bæði hrina borgarastríða og [[leppstríð]] í [[Kalda stríðið|kalda stríðinu]] þar sem [[Sovétríkin]] og [[Bandaríkin]] studdu stríðandi fylkingar móti hver annarri. Talið er að um 100,000 manns hafi látið lífið í deilunni.
 
Hið belgíska Kongó hlaut sjálfstæði frá Belgíu þann 30. júní 1960 þökk sé baráttu þjóðernishreyfinga sem kröfðust þess að nýlendustjórn yrði komið frá. Undirbúningurinn hafði verið lítill og lítið gert til að leysa ágreiningsmál um héraðsstjórn og sjálfsstjórn þjóðflokka innan Kongó. Í fyrstu viku júlímánuðar gerði herinn uppreisn og átök hófust á milli svartra og hvítra borgara. Belgar sendu hermenn til að vernda landflótta hvíta Kongóbúa og tvö svæði innan ríkisins, Katanga og Suður-Kasai, lýstu yfir sjálfstæði með stuðningi Belga. Í átökunum sendu Sameinuðu þjóðirnar friðargæslusveitir á svæðið en [[Dag Hammarskjöld]] aðalritari Sameinuðu þjóðanna neitaði að leyfa þeim að aðstoða ríkisstjórnina í [[Kinsasa|Léopoldville]] með því að berjast við aðskilnaðarsinnana. [[Patrice Lumumba]] forsætisráðherra, leiðtogi stærstu þjóðernishreyfingarinnar, brást við með því að biðla til Sovétríkjanna um hjálp og fékk strax hjá þeim hernaðarráðgjafa og aðra aðstoð.