„Reykjanesbær“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kynnir (spjall | framlög)
Staðreyndum varðandi sögu bæjarfélagsins
Kynnir (spjall | framlög)
m Tilfærsla á tengli
Lína 18:
'''Reykjanesbær''' er [[Sveitarfélög á Íslandi|sveitarfélag]] á utanverðum [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]], hið fimmta fjölmennasta á [[Ísland]]i, með 17.668 íbúa (nóv. 2017, samkvæmt tölum hagdeildar Reykjanesbæjar, [(http://www.reykjanesbaer.is/gagnatorg)]). Sveitarfélagið var stofnað [[11. júní]] [[1994]] við sameiningu þriggja sveitarfélaga: [[Keflavík]]urkaupstaðar, [[Njarðvík]]urkaupstaðar og [[Hafnahreppur|Hafnahrepps]]. Einnig er hverfið [[Ásbrú]] hluti bæjarins. Ásamt fleiri byggðarlögum á Reykjanesskaga telst Reykjanesbær vera hluti af [[Suðurnes]]jum. Fá sveitarfélög á Íslandi hafa vaxið með sama hraða og Reykjanesbær, með íbúafjölgun yfir 40% á tímabilinu.
 
Í Keflavík hefur verið miðstöð verslunar á Suðurnesjum frá alda öðli. Mikilvægi staðarins markaðist fyrst og fremst af miklu framboði af fiski sem veiddist steinsnar frá landinu. Jarðirnar Innri- og Ytri-Njarðvík og jarðeignir í Hafnahreppi voru alla tíð eftirsóttar sökum nálægðar við fiskimiðin. Útgerð var með miklum blóma allt fram undir lok 20. aldar þegar kvótinn var að mestu seldur úr bæjarfélaginu. Hægt er að kynna sér þessa sögu í Duus Safnahúsum. [(https://issuu.com/athygliehf/docs/soknarfaeri_framkvaendabl_2tbl_mars)]
 
Í seinna stríði hóf Bandaríkjaher byggingu Keflavíkurflugvallar sem hefur verið í rekstri alla tíð síðar. Lengst af í samvinnu við varnarliðið sem hafði aðsetur við flugvöllinn. Herstöðin var lögð niður árið 2006 eftir um hálfrar aldar starfsemi á vellinum. Þótt þessar miklu sviptingar hafi haft mikil áhrif á bæjarlífið þá hafa þær ekki dregið máttinn úr samfélaginu.
 
Í dag er aðaleinkenni Reykjanesbæjar fjölbreytni, hér má finna mennta- og þjónustustofnanir, verslanir, hótel, iðnaðar og frumkvöðlafyrirtæki. Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein og gamla varnarsvæðið er að breytast í nýtt hverfi bæjarins en þar má m.a. finna Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. [(https://issuu.com/athygliehf/docs/soknarfaeri_framkvaendabl_2tbl_mars)]
 
Árlega er haldin hátíð í Reykjanesbæ, sem kallast [[Ljósanótt]]. Þetta er mikil menningarhátíð með margs konar sýningum, tónleikum og samkomum af öllu tagi. Hátíðin er haldin fyrstu helgina í september frá fimmtudegi til sunnudags. Hápunktur hátíðarinnar er á laugardagskvöldinu, en þá er flugeldasýning og í lok hennar er kveikt á ljósum, sem lýsa upp Bergið (Keflavíkurberg, Hólmsberg).