Munur á milli breytinga „Morkinskinna“

391 bæti bætt við ,  fyrir 3 árum
Smá viðbætur og lagfæringar
m (Bot: Flyt 5 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q2567224)
(Smá viðbætur og lagfæringar)
Nafnið ''Morkinskinna'' var upphaflega notað um skinnhandritið sem sagan er varðveitt í, GKS 1009 fol., sem er í [[Konungsbókhlaða|Konungsbókhlöðu]] í [[Kaupmannahöfn]], nánar tiltekið í „Gammel Kongeling Samling“ (GKS). [[Þormóður Torfason]] fékk handritið hjá [[Brynjólfur Sveinsson|Brynjólfi Sveinssyni]] biskupi í [[Skálholt]]i sumarið 1662, og fór með það til Kaupmannahafnar, þar sem það var afhent bókasafni konungs ([[Friðrik 3. Danakonungur|Friðriks 3.]]). Þormóður gaf handritinu nafnið ''Morkinskinna'', af því að í því (eða í bandinu) voru meiri rakaskemmdir en í öðrum handritum sem hann notaði. Síðar var farið að nota nafnið ''Morkinskinna'' um þá sérstöku gerð konungasagna sem í handritinu er.
 
Handritið er ekki heilt, nú eru í því 37 blöð en þau hafa líklega verið 53 í upphafi. Eyður í fyrri hluta sögunnar er hægt að fylla með efni úr öðrum handritum, einkum [[Flateyjarbók]], sem hefur að geyma náskyldan texta. Nokkrar vísur vantar þar og nokkra þætti, og aðrir eru þar í breyttri mynd. Niðurlag sögunnar er glatað, en efnið hefur þar líklega verið hliðstætt [[Heimskringla|Heimskringlu]]. Tvær rithendur eru á bókinni.
 
== Sagan ==
Morkinskinna fjallar um sama tímabil og þriðji hluti Heimskringlu. Sagan hefst um 1025 og endar í miðri setningu árið 1157, eftir dauða [[Sigurður munnur|Sigurðar 2. Haraldssonar]]. Upphaflega hefur sagan verið lengri, og líklega náð til 1177, eins og ''[[Fagurskinna]]'' og ''[[Heimskringla]]'', sem nota ''Morkinskinnu'' sem heimild. Í sögunni eru nú um 328 vísur, eða fleiri en í flestum öðrum fornritum, en eflaust hafa vísurnar verið fleiri þegar sagan var heil. Vísurnar eru flestar undir [[dróttkvæður háttur|dróttkvæðum hætti]], [[hrynhendur háttur|hrynhendum hætti]] og [[fornyrðislag]]i. Almennt eru frásagnir Morkinskinnu ítarlegri en í Heimskringlu, en mismunurinn virðist minnka undir lokin.
 
Ein helsta prýði Morkinskinnu eru hinir svokölluðu ''[[Íslendingaþættir]]'', sem margir hverjir eru meðal meistaraverka íslenskra bókmennta, svo sem [[Auðunar þáttur vestfirska]]. Áður fyrr voru þættirnir taldir seinni tíma innskot, en [[Ármann Jakobsson]] hefur fært rök fyrir því að þeir gegni mikilvægu hutverki í sögunni og hafi því verið með frá upphafi. Þættirnir eru flestir í sögu [[Haraldur harðráði|Haralds harðráða]]. Íslendingaþættirnir hafa oft verið gefnir út sérstakir.
 
Í Morkinskinnu sameinast þrír straumar í einu riti: Hirðmenning sunnan úr álfu, norræn skáldskaparhefð dróttkvæðaskálda og áhrif frá eldri konungasögum.
* [[Marianne Kalinke]]: „Sigurðar saga Jórsalafara: The Fictionalization of Fact in Morkinskinna.“ ''Scandinavian Studies'' 56.2, 1984: 152–167.
* [[Odd Sandaaker]]: „Ágrip og Morkinskinna. Teksthistoriske randnotar.“ ''[[Maal og Minne]]'' 1996: 31–56.
* Sigurjón Páll Ísaksson: [http://timarit.is/files/35593121.pdf#navpanes=1&view=FitH „Höfundur Morkinskinnu og Fagurskinnu.“ ''Gripla'' 23, 2012: 235–285.]
 
== Tenglar ==