„Finnbogi Jónsson (lögmaður)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Haukurth (spjall | framlög)
Hlýtur að vera villa
Lína 1:
'''Finnbogi Jónsson Maríulausi''' (um [[1440]] – eftir [[1513]]) var íslenskur [[lögmaður]] og [[sýslumaður]] á [[15. öld|15.]] og [[16. öld]]. Hann bjó í [[Ás (Kelduhverfi)|Ási]] í [[Kelduhverfi]].
 
Finnbogi var sonur [[Jón Pálsson Maríuskáld|Jóns Pálssonar Maríuskálds]], prests á [[Grenjaðarstaður|Grenjaðarstað]], og fylgikonu hans Þórunnar Finbogadóttur gamla Jónssonr í Ási. Líklega hefur Finnbogi fengið viðurnefnið af því að hann hefur ekki þótt jafnguðrækinn og hliðhollur Maríu mey og faðir hans. Hann varð lögmaður norðan og vestan eftir lát [[Hrafn Brandsson (eldri)|Hrafns Brandssonar]] og gegndi embættinu frá [[1484]] til [[1508]]. Hann er þó kallaður lögmaður í dómi frá [[1581|1481]] en þar var Hrafn lögmaður sjálfur annar málsaðilinn og hefur Finnbogi þá verið fenginn til að hlaupa í skarðið. Hann þótti lögfróður og skarpvitur en hafði misjafnt orð á sér fyrir lagakróka og ásælni.
 
[[Jón Sigmundsson]] fór utan árið 1508 og fékk veitingu fyrir lögmannsembættinu hjá [[Kristján 2.|Kristjáni 2]]. Hann kom þó ekki til landsins fyrr en eftir [[Alþingi]] [[1509]] en líklega hefur Finnbogi verið búinn að fá fregnir af því að hann hefði misst embættið því hann kom ekki til þings það sumar. Hann kom þó næsta ár og vann þá mál sem snerist um eignarhald á [[Grund (Eyjafjarðarsveit)|Grund]] í Eyjafirði og fleiri jörðum, sem hann taldi sig hafa erft eftir dóttur sína. Finnbogi er nefndur í [[Leiðarhólmssamþykkt]] 1513 og hefur þá verið á lífi en árið eftir er Þorsteinn sonur hans orðinn sýslumaður í [[Þingeyjarsýsla|Þingeyjarsýslu]] og ekki ólíklegt að Finnbogi sé þá látinn.