„Aðalstræti“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
m Tók aftur breytingar 213.190.110.140 (spjall), breytt til síðustu útgáfu 31.209.201.77
Merki: Afturköllun
Lína 1:
'''Aðalstræti''' er gata í miðbæ [[Reykjavík]]ur og er elsta og kannski sögufrægasta gata borgarinnar. Aðalstræti teygir sig frá mótum [[Túngata|Túngötu]] og [[Suðurgata|Suðurgötu]] í suðri til [[Vesturgata|Vesturgötu]] til norðurs. Upp af Aðalstræti til vesturs gengur [[Grjótagata]], [[Brattagata]] og [[Fischersund]]. Upprunalega í hinum danska [[Reykjavík|Víkurbæ]] gekk Aðalstræti undir nöfnunum ''Hovedgaden'' eða ''Adelgaden''.
 
==typpiergottSaga==
Við Aðalstræti norðanvert eru elstu þekktu mannvistarleifar sem fundist hafa á Íslandi, rústir skála sem er talinn vera frá árabilinu 868-874 og þykir ekki ólíklegt að sé hin upprunalega Vík (eða Reykja-Vík) þar sem [[Ingólfur Arnarson]] nam land. Rústirnar voru grafnar upp veturinn 2001, og eru nú til sýnis almenningi í þar til gerðum kjallara. Gatan dregur nafn sitt af því að þegar hún var lögð var hún eina gata Reykjavíkur, en það var á átjándu öld þegar [[Innréttingarnar]] stóðu sem hæst, en líklegt má telja að troðningur hafi legið þarna frá alda öðli, frá bæjarhúsum Víkur og Víkurkirkju niður að sjónum, svo varla er hægt að tímasetja hvenær gatan varð eiginlega til. Gegnt Aðalstræti 12 var vatnsból forðum daga, og hefur þar verið settur upp [[vatnspóstur]] á nýjan leik til skrauts.
 
==Lega, hús og umhverfi==