„Reykjavíkurhöfn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 13:
 
Fyrstu framkvæmdirnar miðuðu að því að reisa [[Grandagarður|Grandagarð]] og gera síðan brimgarð ([[Örfiriseyjargarður]]) til austurs frá Örfirisey. Frá austri (frá [[Batteríið (Reykjavík)|Batteríinu]]) var síðan reistur annar garður, Ingólfsgarður, sem kom til móts við hinn og afmarkaði þannig hafnarsvæðið. Lögð var [[járnbraut]] frá [[Öskjuhlíð]] að höfninni til að flytja efni til hafnargerðarinnar. Fyrsti hluti hafnarinnar sem lokið var við var Ingólfsgarður og þar var reist fyrsta bryggjan í Reykjavík sem úthafsskip gat lagst við. Bryggjan var kölluð [[Kolabryggja]].
 
Uppskipun úr [[flutningaskip]]um var mest í Austurhöfninni þar sem voru kranar og önnur aðstaða til flutninga. Fljótlega eftir [[Síðari heimsstyrjöldin]]a varð ljóst að sú aðstaða var of lítil. [[1960]] hófust framkvæmdir við [[Sundahöfn]] sem opnaði fyrsta áfanga árið [[1968]]. Eftir það fluttist öll flutningastarfsemi þangað og Austurhöfnin varð viðleguhöfn, meðal annars fyrir Landhelgisgæsluna.
 
==Heimildir==