„Konungsríkið Navarra“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Skipti út Península_ibérica_1030.svg fyrir Map_Iberian_Peninsula_1030-es.svg.
Ekkert breytingarágrip
Lína 12:
Sancho sterki var barnlaus og systursonur hans, [[Teóbald 1. Navarrakonungur|Teóbald]] af Champagne, erfði krúnuna. Þar með styrktust mjög tengsl Navarra við Frakkland og Frakkakonunga. Sonardóttir hans, [[Jóhanna 1. Navarradrottning|Jóhanna]], erfði ríkið þegar hún var barn að aldri. Hún giftist [[Filippus 4. Frakkakonungur|Filippusi 4.]] Frakkakonungi og var Navarra í ríkjasambandi við Frakkland frá 1276-1328 en þá skildi leiðir því sonardóttir Jóhönnu, [[Jóhanna 2. Navarradrottning|Jóhanna 2.]], sem ekki átti erfðarétt að frönsku krúnunni, varð þá drottning Navarra og síðan ríktu afkomendur hennar þar.
 
Árið [[1512]] hertók [[Ferdínand 2. af Aragóníu|Ferdínand]] Aragóníukonungur þann hluta Navarra sem var sunnan Pýreneafjalla, Efri-Navarra, og innlimaði hann í konungsríkið Spán ári síðar. Konungsfjölskyldan hraktist norður yfir [[Pýreneafjöll]]. Lægri-Navarra (franska: ''Basse-Navarre)'' eða sá hluti Navarra sem var norðan fjallanna var áfram sjálfstætt konungsríki sem var að vísu örsmátt en konungar þar áttu stór lén í Frakklandi og ríkið var því heldur öflugra en stærðin benti til. Aðalaðsetur konungsfjölskyldunnar var í [[Pau]] í [[Béarn]]-héraði, sem var þar næst fyrir austan og tilheyrði Navarrakonungum.
 
Navarra hélt sjálfstæði út öldina en gekk í ríkjasamband við Frakkland þegar konungurinn, Hinrik 3., varð konungur Frakklands sem [[Hinrik 4. Frakkakonungur|Hinrik 4.]] og taldist svo til Frakklands eftir 1620. Það var þó ekki fyrr en í [[franska byltingin|frönsku byltingunni]], þegar [[Loðvík 16.]] var tekinn af lífi, sem titillinn „konungur Frakklands og Navarra“ féll niður.