Munur á milli breytinga „Friedrich Ebert“

Engin breyting á stærð ,  fyrir 3 árum
ekkert breytingarágrip
'''Friedrich Ebert''' (4. febrúar 1871 – 28. febrúar 1925) var [[Þýskaland|þýskur]] stjórnmálamaður úr [[Jafnaðarmannaflokkurinn (Þýskaland)|Jafnaðarmannaflokknum]] og fyrsti [[forseti Þýskalands]] frá árinu 1919 þar til hann lést í embætti árið 1925.
 
Ebert var kjörinn formaður Jafnaðarmannaflokksins árið 1913 eftir dauða [[August Bebel|Augusts Bebel]]. Árið 1914, stuttu eftir að hann tók við formannsembættinu, varð til mikill ágreiningur innan flokksins vegna þess að Ebert studdi það að Þýskaland tæki lán til að fjármagna stríðsrekstur í [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjöldinni]]. Ebert var hófsamur jafnaðarmaður og var hlynntur „''Burgfrieden''“-stefnunni sem gerði ráð fyrir því að ágreiningur um innanríkisstjórnmál yrði settur á hilluna á stríðstímanum svo að samfélagið gæti einbeitt sér að þvúþví að vinna stríðið. Hann reyndi að einangra flokksmeðlimi sem voru á móti stríðinu til þess að koma í veg fyrir klofning.
 
Ebert lék lykilhlutverk í [[Þýska byltingin|þýsku byltingunni]] árin 1918–19. Þegar Þýskaland varð [[Weimar-lýðveldið|lýðveldi]] í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar varð Ebert fyrsti kanslari þess. Stefnumál hans gengu aðallega út á að koma á frið og stöðugleika innan Þýskalands og einangra byltingarsinnaða öfgamenn lengst til vinstri. Til þess að ná markmiðum sínum gekk hann í bandalag við íhaldsmenn og þjóðernissinna, sér í lagi herstjórn hershöfðingjans [[Wilhelm Groener|Wilhelms Groener]]. Með hjálp þeirra kvað ríkisstjórn Eberts niður ýmsar byltingar af hálfu kommúnista og sósíalista, en einnig af hálfu hægrimanna, þar á meðal [[Kappuppreisnin|Kappuppreisnina]]. Því er Ebert nokkuð umdeildur í sögu Þýskalands.