„Georges Clemenceau“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 45:
Þann 16. nóvember 1917 skipaði [[Raymond Poincaré]] Frakkaforseti Clemenceau forsætisráðherra á ný og Clemenceau kom á fót nýrri ríkisstjórn tileinkaðri stríðsrekstrinum. Clemenceau heimsótti skotgrafirnar oft, var dögum saman meðal hermannana á víglínunum og talaði kjark í þá. Hann var ákafur stuðningsmaður þess að stefnt yrði að gersigri á [[Þýska keisaraveldið|þýska keisaradæminu]] og [[Vilhjálmur 2. Þýskalandskeisari]] lýsti því jafnvel yfir í endurminningum sínum að það hefði einkum verið forysta Clemenceau undir lok stríðsins sem gerði gæfumuninn fyrir bandamenn:
 
<blockquote>Helsta„Helsta ástæðan fyrir ósigri Þjóðverja? Clemenceau. […] Nei, það var ekki innkoma Bandaríkjamanna í stríðið og hinn mikli liðsauki sem þeir veittu […] Ekkert af þessu skipti eins miklu máli og þessi ofsafengni litli gamlingi sem fór fyrir ríkistjórn Frakka. […] Ef við hefðum haft einhvern eins og Clemenceau hefðum við ekki tapað stríðinu.<ref>Michel Winock, ''Clemenceau'', Éditions Perrin, september 2007, bls. 459.</ref></blockquote>
 
Clemenceau hafnaði öllum tillögum um undanlát gegn Þjóðverjum og um að samið yrði um frið án þess að ná fram fullnaðarsigri. Clemenceau tók hart á fjölmiðlum og stjórnmálamönnum þar sem farið var að bera á uppgjafartón og lét m.a. handtaka fyrrverandi forsætisráðherrann [[Joseph Caillaux]] fyrir landráð vegna ráðabruggs hans um að reyna koma á friði við Þjóðverja.<ref name=winock2007>Winock, 2007, kafli XXVIII, bls. 432-434</ref> Þó var nokkuð slakað á ritskoðun í stjórnartíð Clemenceau og hún einskorðuð við málefni sem snertu hernaðarmál. Clemenceau lét þau orð falla að „rétturinn til að móðga meðlimi ríkisstjórnarinnar [væri] órjúfandi“ eftir að grein var birt sem gagnrýndi hann harðlega.<ref name=winock2007/>