„Georges Clemenceau“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 42:
===Forsætisráðherra===
Árið 1902 var Clemenceau kjörinn á þing í Var-kjördæmi í suðurhluta Frakklands og var gerður að innanríkisráðherra árið 1906. Hann leit á sig sem „yfirlöggu Frakklands“ og hlaut gælunafnið „Tígrisdýrið“ eða „''le Tigre''“. Í lok ársins 1906 var hann gerður að forsætisráðherra og gegndi þeirri stöðu í þrjú ár ásamt innanríkisráðherraembættinu. Eftir að ráðherratíð hans lauk gekk Clemenceau aftur á þing og stofnaði tímaritið ''L'Homme libre'' („''Frjálsi maðurinn''“) en breytti nafni blaðsins í ''L'Homme enchaîné'' („''Hlekkjaði maðurinn''“) eftir að hafa orðið fyrir ritskoðun í byrjun [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjaldarinnar]].
[[File:Georges Clemenceau.jpg|thumb|right|Clemenceau þann 26. nóvember 1917, stuttu eftir að verahann orðinnvarð forsætisráðherra á ný.]]
Þann 16. nóvember 1917 skipaði [[Raymond Poincaré]] Frakkaforseti Clemenceau forsætisráðherra á ný og Clemenceau kom á fót nýrri ríkisstjórn tileinkaðri stríðsrekstrinum. Clemenceau heimsótti skotgrafirnar oft, var dögum saman meðal hermannana á víglínunum og talaði kjark í þá. Hann var ákafur stuðningsmaður þess að stefnt yrði að gersigri á [[Þýska keisaraveldið|þýska keisaradæminu]] og [[Vilhjálmur 2. Þýskalandskeisari]] lýsti því jafnvel yfir í endurminningum sínum að það hefði einkum verið forysta Clemenceau undir lok stríðsins sem gerði gæfumuninn fyrir bandamenn: