„David de Gea“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lalli90 (spjall | framlög)
Ný síða: '''David de Gea Quintana''' (fæddur 7. nóvember 1990) er spænskur atvinnumaður í knattspyrnu sem spilar sem markmaður með enska knattspyrnufélag...
 
mynd og flokkun
Lína 1:
[[Mynd:David de Gea 2017.jpg|thumb|David de Gea árið 2017.]]
'''David de Gea Quintana''' (fæddur 7. nóvember 1990) er [[Spánn|spænskur]] atvinnumaður í [[Knattspyrna|knattspyrnu]] sem spilar sem [[markmaður]] með enska knattspyrnufélaginu [[Manchester United]] og spænska [[Landslið|landsliðinu]] í knattspyrnu.
 
De Gea fæddist í [[Madrid]] og hóf ferli sinn með [[Atlético Madrid]] aðeins 13 ára gamall. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 2009 og hjálpaði liði sínu að vinna bæði<nowiki/> [[Evrópubikarinn]] og [[Ofurbikarinn]] árið 2010. Frammistaða hans vakti athygli Manchester United og var hann keyptur þangað í júní 2011 fyrir 17,8 milljónir [[Pund (gjaldmiðill)|punda]].
 
Síðan hann gekk til liðs við United hefur De Gea spilað yfir 200 leiki og unnið [[Enska úrvalsdeildin|ensku úrvalsdeildina]], [[Enski bikarinn|enska bikarinn]], [[Enski deildabikarinn|enska deildabikarinn]] og þrisvar sinnum [[Enski samfélagsskjöldurinn|enska samfélagsskjöldinn]].
 
De Gea var [[fyrirliði]] spænska U-21 landsliðsins sem sigraði evrópukeppnina árið 2011 og 2013 og keppti einnig á [[Sumarólympíuleikarnir 2012|sumarólympíuleikunum 2012]]. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Spánar árið 2014 og var valinn í leikmannahóp fyrir [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2014|heimsmeistaramótið 2014]].
 
[[Flokkur:Spænskir knattspyrnumenn]]