„Filippus 2. Frakkakonungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gothus (spjall | framlög)
Gothus (spjall | framlög)
Lína 40:
 
== Herför til Flæmingjalands ==
Árið [[1212]] átti Jóhann í hörðum deilum við páfastól og Filippus sá sér þá leik á borði og ákvað að gera innrás í England. Til að fá stuðning páfa sættist hann við Ingibjörgu árið 1213 eftir að hafa í tuttugu ár reynt að losa sig við hana. Jóhann sættist að vísu einnig við páfa og samþykkti að England og Írland skyldu vera lénsríki páfastóls. Þá lét Innósentíus III Filippus vita að hann yrði að hætta við innrásina en Filippus réðist þá á [[Flæmingjaland]] í staðinn og settist um [[GhentGent]]. Þangað frétti hann að enski flotinn hefði lokað þann franska inni í höfninni í Dam. Hann flýtti sér þangað en þegar hann sá að hann gæti ekki bjargað skipum sínum lét hann brenna þau frekar en að þau féllu í óvinahendur - og lét svo brenna borgina Dam í leiðinni. Hann kenndi íbúum Flæmingjalands um þennan ósigur og þegar hann hélt heim lét hann brenna og eyða öllum flæmskum bæjum og þorpum á leiðinni og drepa íbúana eða selja þá í þrældóm.
 
== Orrustan við Bouvines ==