„Dalvíkurskjálftinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ahjartar (spjall | framlög)
Dalvíkurbeltið
Lína 1:
'''Dalvíkurskjálftinn''' var mikill [[jarðskjálfti]] sem reið yfir [[Dalvík]] og byggðarlögin þar í kring laugardaginn [[2. júní]] [[1934]]. Hann er mesti skjálfti sem vitað er um að hafi orðið á þessum slóðum. Fyrsti og mesti kippurinn kom kl. 12.42. Upptök hans eru talin hafa verið mjög skammt frá þorpinu, hugsanlega á sjávarbotni milli [[Hrísey]]jar og lands, um 1 km austur af Dalvík. Stærðin var 6,2-6,3 á Richter kvarða. Hann fannst um allt [[Norðurland]] en tjón varð einungis á Dalvík og í næsta nágrenni, það er að segja í utanverðum [[Svarfaðardalur|Svarfaðardal]], [[Árskógsströnd]] og í [[Hrísey]]. Skjálftinn jafnaði fjölmörg hús við jörðu og olli skemmdum á flestum mannvirkjum á svæðinu. Þrátt fyrir eyðilegginguna varð ekki manntjón og allir sluppu óskaddaðir líkamlega úr hamförunum. Stór hluti Dalvíkinga hélt til í tjöldum og bráðabirgðaskýlum lengi sumars á meðan lagfæringar stóðu yfir. Eftir skjálftann hófst mikið endurreisnarstarf og var fjöldi rammgerðra steinhúsa byggður á Dalvík og nágrenni næstu árin sem leystu af hólmi meira eða minna laskaða torfbæi. Á [[Byggðasafnið Hvoll|Byggðasafninu á Hvoli]] er sérsýning um Dalvíkurskjálftann.
 
Dalvíkurskjálftinn varð á þekktu skjálftabelti sem nefnist Dalvíkurbeltið (Dalvik transverse zone eða Dalvík lineament) sem teygir sig drá [[Dalsmynni]] um Dalvík og áfram um Fljót og til Skagafjarðar (sjá t.d. Páll Halldórsson o.fl. 2013). Á jarðskjálftakortum má sjá að allmargir smáskjálftar á síðustu árum raða sér á beltið. Svæðið hefur verið talið hluti af [[Tjörnes brotabeltinu|Tjörnes brotabeltinu]] (Tjörnes Fracture Zone), ein af þremur meginbrotalínum þess. Dalvíkurbeltið er tiltölulega rólegt, stakir smáskjálftar verða af og til, stærri hrinur eru fátíðar. Stórir skjálftar verða þó endrum og eins t.d. 1838 (inn af Siglufirði), 1934 (Dalvík) og 1963 (Skagafjarðarskjálftinn).
 
== Heimildir ==
* [[Saga Dalvíkur]] 3. bindi eftir [[Kristmundur Bjarnason|Kristmund Bjarnason]], [[1984]], [[Dalvíkurbær]].
* Páll Halldórsson o.fl. 2013.
 
== Tenglar ==