„Anna Bretadrottning“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|Anna Bretlandsdrottning '''Anna''' (6. febrúar 1665 – 1. ágúst 1714) var drottning Englands, Skotlands og Írlands frá 8. mars 1702 til 1. maí...
 
Ekkert breytingarágrip
Merki: 2017 source edit
Lína 1:
[[File:Anne1705.jpg|thumb|right|Anna Bretlandsdrottning]]
'''Anna''' (6. febrúar 1665 – 1. ágúst 1714) var drottning Englands, Skotlands og Írlands frá 8. mars 1702 til 1. maí 1707. Þann fyrsta maí 1707 voru tvö ríki hennar, England og Skotland, [[Sambandslögin 1707|sameinuð]] í [[konungsríkið Stóra-Bretland]]. Anna var drottning Stóra-Bretlands og Írlands til dauðadags.
 
Anna fæddist á valdatíð frænda síns, [[Karl 2. Englandskonungur|Karls 2.]], sem átti engin skilgetin börn. Faðir hennar, [[Jakob 2. Englandskonungur|Jakob]], var því erfingi að krúnunni. Hann var óvinsæll þar sem hann var grunaður um að vera [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólikki]] og því skipaði Karl svo fyrir að Anna og eldri systir hennar, [[María 2. Englandsdrottning|María]], yrðu aldar upp í [[Enska biskupakirkjan|enskri mótmælandatrú]]. Þremur árum eftir að hann settist á konungsstól var Jakob steypt af stóli í [[Dýrlega byltingin|dýrlegu byltingunni]] árið 1688. María og hinn hollenski eiginmaður hennar, [[Vilhjálmur 3. Englandskonungur|Vilhjálmur]], settust saman á valdastól. Systurnar höfðu verið nánar en ágreiningur um efnahagsmál Önnu, stöðu hennar og félagsskapinn sem hún hélt blossaði upp á milli þeirra stuttu eftir valdatöku Maríu. Vilhjálmur og María eignuðust engin börn. Eftir andlát Maríu árið 1694 ríkti Vilhjálmur einn þar til hann lést einnig árið 1702 og Anna tók við af honum.