Munur á milli breytinga „Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1958“

 
== Undankeppni ==
[[Svíþjóð|Svíar]] og [[Vestur-Þýskaland|Vestur-Þjóðverjar]] fengu sæti sem gestgjafar og heimsmeistarar. Níu sætum var úthlutað til [[Evrópa|Evrópu]], þremur til [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]], einu til [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]] og eitt sæti skyldi koma sameiginlega í hlut [[Asía|Asíu]] og [[Afríka|Afríku]].
 
Í Suður-Ameríku mættu [[Argentína|Argentínumenn]] til leiks í fyrsta sinn eftir langt hlé og komust áfram. [[Úrúgvæ]] sat hins vegar eftir. [[Mexíkó]] varð fulltrúi Norður- og Mið-Ameríku. Afríku- og Asíuhluti keppninnar snerist upp í hálfgerðan farsa. [[Ísrael]] var í hópi þátttökuliða, en ríki múslima neituðu almennt að viðurkenna tilvist Ísraelsríkis. Fyrir vikið gáfu allir fyrirhugaðir mótherjar liðsins leiki sína. Þar sem [[Alþjóðaknattspyrnusambandið]] hafði bundið það í lög að ekkert lið gæti tryggt sér sæti í úrslitum án keppni var ákveðið að skipuleggja einvígi milli Ísraela og eins Evrópuliðs sem hafnað hafði í öðru sæti í sínum forriðli. [[Wales]] varð fyrir valinu og komust Walesverjar áfram en þátttökuliðum frá þriðja heiminum fækkaði enn frekar.
 
[[Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Íslendingar]] tóku þátt í forkeppninni í fyrsta sinn en töpuðu öllum leikjum sínum gegn [[Frakkland|Frökkum]] og [[Belgía|Belgum]] með miklum mun. [[Sovétríkin|Sovétmenn]] tóku þátt í keppninni, líkt og velflest kommúnistaríki Austur-Evrópu og komust í úrslitakeppnina í fyrstu tilraun. Óvæntustu úrslitin urðu í 8.riðli, þar sem [[Norður-Írland|Norður-Írar]] komust áfram á kostnað [[Ítalía|Ítala]]. [[Skotland|Skotar]] slógu sömuleiðis [[Spánn|Spánverja]] úr keppni og komust [[Stóra-Bretland|Bretland]] ríkin fjögur þar með öll í úrslitakeppnina í Svíþjóð.
 
== Þátttökulið ==
Sextán þjóðir mættu til leiks frá þremur heimsálfum.
Óskráður notandi