„Vittorio Emanuele Orlando“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 22:
Orlando yfirgaf ráðstefnuna með þjósti í apríl árið 1919.<ref>''Signor Orlando Returns to Rome'': The Financial Times (London, England),Friday, April 25, 1919; pg. 3; Edition 9525.</ref> Hann sneri aftur næsta mánuð en neyddist til að segja af sér sem forsætisráðherra áður en [[Versalasamningurinn]] var undirritaður. Hann hreykti sér síðar á ævi sinni fyrir að hafa ekki undirritað samninginn.<ref name=macmillan302>MacMillan, ''Paris 1919'', p. 302</ref> Clemenceau forsætisráðherra uppnefndi Orlando „vælukjóann“ og Orlando sjálfur minntist þess stoltur að hann hefði grátið og öskrað á ráðstefnunni.<ref name=tim081252/>
 
Orlando var rúinn pólitísku trausti þar sem honum hafði mistekist að tryggja hagsmuni Ítala á ráðstefnunni. Orlando sagði af sér þann 23. júní 1919. Óánægja Ítala með hinn svokallaða „limlesta sigur“ þeirra í stríðinu var ein ástæðan fyrir því að [[Benito Mussolini]] tókst að komast til valda nokkrum árum síðar. Árið 1919 var Orlando kjörinn forseti ítalska fulltrúaþingsins en hann varð aldrei aftur forsætisráðherra.
 
==Tilvísanir==