„Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1934“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
bæti við tengli
Lína 84:
== Keppnin ==
=== Fyrsta umferð ===
[[Mynd:Holland - Switzerland - Football World Cup 1934.jpg|thumb|right|Frá leik Hollendinga og Svisslendinga í fyrstu umferð.]] Keppt var með einföldu útsláttarkeppnisfyrirkomulagi. Liðunum var styrkleikaraðað á þann hátt að átta sterkustu þjóðirnar gátu ekki dregist saman í fyrstu umferð. Allir átta leikirnir í fyrstu umferð fóru fram á sama degi og á sama tíma þann 27. maí. Því var ekki um eiginlegan opnunarleik að ræða eins og á flestum heimsmeistaramótum.
 
Þrjú af liðunum úr efri styrkleikaflokki töpuðu leikjum sínum: Argentína, Brasilía og Holland. Vegna innbyrðis deilna var þó enginn leikmaður úr argentínska liðinu sem hlaut silfurverðlaunin fjórum árum fyrr með á Ítalíu. Öll liðin utan Evrópu féllu úr leik í fyrstu umferð. Egyptar komu þó mjög á óvart og stóðu í sterku ungversku liði. Leikur Ítala og Bandaríkjamanna var algjör einstefna og lauk 7:1, þar sem bandaríski markvörðurinn átti þó stórleik.