„Filippus prins, hertogi af Edinborg“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|Filippus prins árið 2015. '''Filippus prins, hertogi af Edinborg''' (fæddur sem '''Filippus prins af Grikklandi og Danm...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
Eftir að stríðinu lauk fékk Filippus leyfi frá [[Georg 5.]] konungi til að kvænast Elísabetu. Áður en trúlofun þeirra var formlega kynnt í júlí árið 1947 afsalaði hann sér öllum grískum og dönskum aðalstitlum og gerðist breskur ríkisborgari. Hann tók upp ættarnafnið Mountbatten, sem afi hans og amma í móðurætt höfðu borið. Þau Elísabet gengu í hjónaband þann 20. nóvember 1947. Stuttu fyrir brúðkaupið var hann gerður barón af Greenwich, jarl af Merioneth og hertogi af Edinborg. Filippus hætti virkri herþjónustu þegar Elísabet varð drottning árið 1952 og varð formlega breskur prins árið 1957.
 
Filippus á fjögur börn með Elísabetu: [[Karl Bretaprins|Karl]], [[Anna Bretaprinsessa|Önnu]], [[Andrés prins, hertoginn af York|Andrés]] og [[Játvarður prins, jarlinn af Wessex|Játvarð]]. Hann á átta barnabörn og fimm barnabarnabörn. Samkvæmt tilskipun sem gefin var út árið 1960 er afkomendum Filippusar og Elísabetar sem ekki bera konungstitla leyft að nota ættarnafnið Mountbatten-Windsor.
 
Filippus er kunnur íþróttaunnandi og kom að þróun vagnreiða í hestaíþróttum. Hann er meðlimur og formaður rúmlega 78ö samtaka og er formaður verðlaunanefndar hertogans af Edinborg (''Duke of Edinburgh's Award'') fyrir fólk frá 14 til 18 ára aldurs. Filippus er elsti karlmeðlimur bresku konungsfjölskyldunnar í sögu ríkisins og hefur verið maki bresks einvalds lengur en nokkur annar. Filippus lét af skyldum sínum sem prins þann 2. ágúst 2017 og settist í helgan stein.