„Líftækni“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
stafsetningarvilla
Lína 1:
[[Mynd:Insulincrystals.jpg|thumb|right|[[Insúlín]]kristallar eru framleiddir með líftækni.]]
'''Líftækni''' er [[tækni]] sem notast við [[lífvera|lífverur]] eða hluta þeirra til að framleiða [[afurð]]ir eða til að hraða eða breyta náttúrlegumnáttúrulegum ferlum. Líftækni snýst því um hagnýtingu [[líffræði]]legrar og [[lífefnafræði]]legrar þekkingar, gjarnan til framleiðslu [[lyf]]ja, [[matvæli|matvæla]] eða annarra afurða, en einnig til úrlausna annars konar tæknilegra verkefna, til dæmis við niðurbrot á úrgangi eða hreinsun [[mengun|umhverfismengunar]].
 
Fyrir [[1970]] var þessi tækni aðallega notuð í [[matvæli|matvælaframleiðslu]] og [[landbúnaður|landbúnaði]] en síðan þá hefur tæknin útvíkkað sig inn í [[genatækni]], [[lífupplýsingafræði|lífgagnatækni]] og fleira. Líftækni hefur í raun verið stunduð um árþúsund, eða allt frá því í árdaga [[landbúnaðarbyltingin|landbúnaðarbyltingarinnar]], þó svo hugtakið sem slíkt sé að miklum mun yngra. Öll [[gerjun|gerjuð matvæli]], svo sem [[brauð]], [[vín]], [[bjór (öl)|bjór]], [[ostur|osta]], [[jógúrt]], [[skyr]], [[súrdeig]], [[súrpæklað grænmeti]], [[sojasósa|sojasósu]] og [[gerjaðar pylsur]], má telja til líftækniafurða, enda er framleiðsla þeirra bæði beint og óbeint háð aðkomu gerjandi [[örvera]] á borð við [[Ger|gersveppi]] eða [[baktería|bakteríur]]. Frá því upp úr miðri 20. öld hefur mikill fjöldi annarra afurða bæst í flóru líftækniafurða, og má þar nefna ýmis [[ensím]], [[vítamín]], [[lyf]] og fleiri efni til heimilis- eða iðnaðarnota sem framleidd eru með aðstoð lífvera í [[ræktunartankur|ræktunartönkum]], oftast vegna þess að of erfitt eða dýrt þykir að framleiða þau með efnafræðilegum aðferðum. Einnig hefur á síðari árum litið dagsins ljós ýmis önnur hagnýting lífvera, þar sem ekki á sér stað framleiðsla á afurðum, heldur felst hagnýtingin í annars konar vinnu, svo sem við [[lífhreinsun]] á mengunar- og spilliefnum.