„Játvarður 6.“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|Málverk af Játvarði eftir William Scrots. '''Játvarður 6.''' (12. október 1537 – 6. júlí 1553) var kon...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[File:Circle of William Scrots Edward VI of England.jpg|thumb|right|Málverk af Játvarði eftir William Scrots.]]
'''Játvarður 6.''' (12. október 1537 – 6. júlí 1553) var konungur Englands og Írlands frá 1547 til dauðadags. Hann var krýndur þann 20. febrúar 1547 þegar hann var níu ára og varð þar með einn yngsti einvaldur Englands.<ref>J. J. Scarisbrick, ''Henry VIII'', London, Penguin, 1971, bls. 548–549.</ref> Játvarður var sonur [[Hinrik 8.|Hinriks 8.]] og [[Jane Seymour]] og varð þriðji enski einvaldurinn af [[Tudor-ætt]].
 
Á valdatíð Játvarðar fór ráð ríkisstjóra með öll völd þar sem Játvarður náði aldrei lögaldri. Fyrir ráðinu fór móðurbróðir Játvarðar, [[Edward Seymour]] hertogi af Somerset, og síðan [[John Dudley]], greifi af Warwick og síðar hertogi af Norðymbralandi.