„Sprengidagur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
ekkert
Lína 4:
Kjöt þótti í kaþólskum sið ekki við hæfi föstuinngangsdagana tvo fyrir lönguföstu (mánudag og þriðjudag) og voru því oft miklar kjötkveðjuhátíðir sunnudaginn eða sunnudagskvöldið þar á undan. Kjötveislan kann við siðaskiptin að hafa flust frá sunnudagskvöldinu yfir á þriðjudaginn. Erlendis nefnist þessi dagur almennt „feiti þriðjudagur“ (''mardi gras'').
 
Í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá árunum 1752-57 segir að „Kveld hvíta Týsdags heitir sprengikveld því þá fékk allt vinnufólk svo mikið að eta af hangikjöti sem framast gat í sig látið en ket var síðan ekki etið fyrr en á páskum.“ [[Hangikjöt]] var lengstum helsti veislukosturinn enda salt af skornum skammti. Frá síðasta hluta 19. aldar er vitað um ''[[saltkjöt og baunir]]'' á sprengidag og er sú hefð nú almenn. og er skrítið fyrir útlendinga
 
==Heitið Hvíti týsdagur==