„Vörtubirki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Svarði2 (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Svarði2 (spjall | framlög)
Nytjar
Lína 16:
| binomial_authority = [[Roth.]]
}}
[[Mynd:Hengibirki.jpg|thumb|vinstri|Hengibjörk í Kjarnaskógi.]]
'''Vörtubirki''' eða '''hengibirki''' eða skógviður ([[fræðiheiti]]: ''Betula verrucosa'' eða ''Betula pendula'') er hávaxið [[Evrópa|evrópskt]] [[birki]]tré með laufskrúði sem slútir niður svipað og á [[grátvíðir|grátvíði]]. Það er náskylt [[Mansjúríubjörk]] (''Betula platyphylla''). Vörtubirki verður venjulega 15-25 metra hátt með granna krónu og sveigðar greinar með slútandi smágreinum. [[Börkur]]inn er hvítur með svörtum flekkjum neðst á stofninum.
 
Vörtubirki hefur náð 15 metrum á Akureyri. <ref>[http://www.visitakureyri.is/static/files/vefmyndir/akureyri/pdf/Merk_tre.pdf Merk Tré] Visit Akureyri. Skoðað 14. ágúst 2017.</ref>
 
== Nytjar ==
Vörtubjörk er notuð í smíði og eldivið<ref name="ReferenceA">”Handbok Överlevnad”. Svenska Armen, 1988</ref> á sama hátt og [[ilmbjörk]]. Einnig er litað úr henni (börkur og lauf)<ref>[http://www.spangmurs.se/fargning.htm "Spångmurs växtfärgning".] Spangmurs.se. Lesið 18 febrúar 2013.</ref> og hægt er að blanda fræinu í brauð til bragðbætis.
 
=== Masúr ===
[[File:Bjørk valbjørk.jpg|thumb|vinstri|Sneið af masúr af vörtubirki]]
 
Vörtubirki er sú birkitegund sem oftast myndar svonefndan masúrvið, sem er erfðagalli sem lætur frumur og árhringi mynda óregluleg mynstur svo að það líkist logum eða bylgjum.<ref>[http://www.masurmannen.com/masurbjork_anvandning.htm "Masúrbjörk - Nytjar".] Masurmannen.com. Lesið 18 febrúar 2013.</ref>
 
Masúrmyndun er algengust í afbrigðinu ''Betula pendula var. carelica'', þar sem masúrmyndun erfist í 60–70% af öllum afkvæmum.<ref>[http://www.valbro.uni-freiburg.de/pdf/pres_fin_curly_birch.pdf Rannsóknardeild finnsku skögræktarinna 2007-06-10: ''Curly birch and its management in Finland] (á ensku) Skoðað 2012-08-03</ref>
 
Einnig getur masúrviður myndast í [[ilmbjörk]],<ref>[http://www.wood-database.com/lumber-identification/hardwoods/masur-birch/ The Wood Database: Masur Birch] Länkad 2012-08-03</ref> en hefur ekki fundist í öðrum birkitegundum. Masúr kemur fyrir í allnokkrum öðrum lauftrjám, svo sem: reyni, elri, ösp, álm og hlyn, og jafnvel í barrtrjám: fura, þinur og Sequoia sempervirens.
 
 
==Sortir==
Af hengibjörk eru nokkrar sortir. Nokkrar slíkar nefndar hér:
*Dalabjörk (Betula pendula 'Dalecarlica')
* (Betula pendula 'Laciniata')
* (Betula pendula 'Crispa')
*Grátbjörk (Betula pendula 'Tristis')
*Hengibjörk (Betula pendula 'Youngii')
*Súlubjörk (Betula pendula 'Fastigiata')
*Blóðbjörk (Betula pendula 'Purpurea')
*Masúrbjörk (Betula pendula 'Carelica')
 
== Sjá einnig ==
* [[Fjalldrapi]]
* [[Ilmbjörk]]
* [[Birkisýróp]]
* [[Masúrviður]]
 
==Tilvísanir==
{{reflist}}
 
 
{{Stubbur|líffræði}}
{{commons|Betula pendula|Vörtubirki}}
{{wikilífverur|Betula pendula}}
[[Flokkur:Birkiætt]]
{{Stubbur|líffræði}}