„Kamerún“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 82.112.90.51 (spjall), breytt til síðustu útgáfu GünniX
Merki: Afturköllun
Míteró (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 35:
símakóði=237|
}}
'''Kamerún''' er land í [[Mið-Afríka|Mið-Afríku]] með landamæri að [[Nígería|Nígeríu]] í vestri, [[TsjadTjad]] í norðaustri, [[Mið-Afríkulýðveldið|Mið-Afríkulýðveldinu]] í austri, [[Lýðveldið Kongó|Lýðveldinu Kongó]], [[Gabon]] og [[Miðbaugs-Gínea|Miðbaugs-Gíneu]] í suðri. Landið á strönd að [[Gíneuflói|Gíneuflóa]] í vestri. Kamerún er stundum lýst sem smækkaðri mynd af Afríku vegna þess hve fjölbreytt lífríki og menning landsins er. Þar er að finna strendur, fjalllendi, gresjur og eyðimerkur. Í Kamerún eru töluð yfir 200 tungumál. Landið er þekkt fyrir [[alþýðutónlist]], einkum [[makossa]] og [[bikutsi]], og fyrir öflugt knattspyrnulið.
 
Meðal elstu íbúa landsins voru [[Saomenningin]] við Tsjadvatn og [[Bakóar]] í regnskógunum. [[Portúgal]]skir landkönnuðir komu að strönd landsins á [[15. öld]] og nefndu svæðið ''Rio dos Camarões'' („Rækjufljót“) sem varð ''Cameroon''/''Cameroun'' á ensku og frönsku. [[Fúlanar]] stofnuðu [[Adamawa-emíratið]] í norðurhluta landsins á [[19. öld]]. Árið [[1884]] varð landið [[Þýskaland|þýska]] nýlendan [[Kamerun]]. Eftir ósigur Þýskalands í [[Fyrri heimsstyrjöld]] var landinu skipt milli [[Bretland|Breta]] og [[Frakkland|Frakka]]. Árið [[1955]] hófst [[skæruhernaður]] gegn stjórn Frakka. Landið sameinaðist árið [[1960]] sem [[sambandslýðveldi]] Frönsku Kamerún og hluta Bresku Kamerún árið [[1961]]. Sambandslýðveldið var lagt niður og landið sameinað í eitt ríki árið [[1972]].