„Grikkland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Muninn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 48:
Uppgangur [[Makedónía (fornöld)|Makedóníu]] hófst um miðja 4. öld f.Kr. þegar [[Filippos 2.]], makedóníukonungur, lagði undir sig allt Grikkland. Sonur hans, [[Alexander mikli]], lagði svo undir sig gríðarstór landsvæði, meðal annars allt Persaveldi og Egyptaland. Með þessu breiddist grísk menning út til miðausturlanda, mið-Asíu og Indlands. Eftir dauða Alexanders bútaðist veldi hans niður í nokkur ríki, en Makedónía hélt að mestu völdum á Grikklandi. Á 3. öld f. Kr. hófu [[Rómaveldi|Rómverjar]] afskipti af málefnum Grikklands og mættu Makedóníu í [[Makedóníustríðin|Makedóníustríðunum]] sem leiddu til þess að Rómverjar náðu yfirráðum yfir öllu Grikklandi. Grísk menning hafði mikil áhrif á menningu Rómverja og með vaxandi veldi þeirra urðu landssvæðin í kringum [[Miðjarðarhafið]] að grísk-rómversku menningarsvæði. [[Kristni|Kristin trú]] hóf að breiðast um Grikkland á 2. öld en gömlu [[Grísk goðafræði|grísku trúabrögðin]] voru þó einnig iðkuð áfram um nokkurra alda skeið.
 
Í kjölfar skiptingar Rómaveldis seint á 4. öld tilheyrði Grikkland [[Austrómverska ríkið|Austrómverska ríkinu]]. Í Austrómverska ríkinu náði grísk tunga með tímanum yfirhöndinni og þar varð til [[Gríska rétttrúnaðarkirkjan]], sem að lokum sleit sig algerlega frá [[Rómversk-kaþólska kirkjan|Rómversk-kaþólsku kirkjunni]] í [[Róm]]. Austrómverska ríkinu var stjórnað frá [[Konstantínópel]], en á 6. öld missti ríkið að miklu leyti völdin á meginlandi Grikklands í hendur Slava, en hélduhélt þó völdum í stærri borgum, til dæmis Aþenu og [[Þessalóníka|Þessalóníku]]. Á 9. öld náði Austrómverska ríkið aftur völdum yfir mestöllu Grikklandi. Árið 1204 féll Konstantínópel í hendur krossfara og í kjölfarið skiptist Grikkland í fjölmörg smáríki og áhrifasvæði, til dæmis gríska ríkið Epírus, Latneska keisaradæmið og svæði sem stjórnað var af [[Feneyjar|Feneyingum]]. Seint á 13. öld fór hluti Grikklands undir yfirráð hins endurreista Austrómverska keisaradæmis.
 
Á 14. og 15. öld lagði tyrkneska [[Ottómanveldið]] undir sig allt Grikkland að undanskyldum nokkrum eyjum sem Feneyingar héldu völdum yfir. Tyrknesk yfirráð höfðu í för með sér trúabragðaárekstra, þar sem mismunað var gegn kristnum þegnum í hinu múslimska tyrkjaveldi, og efnahagslega lægð á Grikklandi. Á 18. öld tók þó hagur Grikkja að vænkast er þeir tóku að stunda siglingar og viðskipti í meira mæli. Árið 1821 gerðu Grikkir uppreisn gegn yfirráðum Tyrkja og árið 1830 var Grikkland viðurkennt sem sjálfstætt konungsríki. Upphaflega náði þetta ríki aðeins yfir hluta af því svæði sem tilheyrir Grikklandi í dag, en Grikkir stóðu í landvinningum út 19. öldina og fram á þá 20. Grikkir hófu þátttöku í [[Fyrri heimsstyrjöldin|Fyrri heimsstyrjöldinni]] árið 1917 og börðust með [[Bandamenn (fyrri heimsstyrjöldin)|bandamönnum]]. Á árunum 1919-1922 börðust Grikkir við Tyrki, en biðu lægri hlut og í kjölfarið flúði um ein og hálf milljón Grikkjagrískumælandi þegna Tyrklands frá Tyrklandi til Grikklands. Í [[Síðari heimsstyrjöldin|Síðari heimstyrjöldinni]] var Grikkland hertekið af Þjóðverjum og Ítölum. Tugir þúsunda Grikkja voru teknir af lífi á meðan hernáminu stóð og hundruð þúsunda létust úr hungursneyð.
 
Árið 1973 var konungsríkið lagt niður og árið 1975 tók gildi ný lýðræðisleg stjórnarskrá. Árið 1980 varð Grikkland meðlimur [[NATO]] og árið 1981 meðlimur í [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]].