„Páll Sölvason“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q891041
Óli Gneisti (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 1:
'''Páll Sölvason''' (d. [[1185]]) var [[ prestur]] og [[goðorðsmaður]] í [[Reykholt]]i í [[Borgarfjörður|Borgarfirði]] á 12. öld og er þekktastur fyrir Deildartungumál, harðar deilur sem hann átti í við [[Hvamm-Sturla|Hvamm-Sturlu]].
 
Páll var óskilgetinn sonur Sölva Magnússonar, goðorðsmanns í Reykholti (d. [[1129]]) og var auðugur og virtur. Deildartungumál stóðu um erfðir á eignum hjónanna Þórlaugar dóttur Páls og manns hennar, Þóris auðga Þorsteinssonar prests í [[Deildartunga|Deildartungu]]. Þau höfðu eignast nokkur börn saman sem dóu öll og hét Þórlaug þá [[suðurganga|suðurgöngu]]. Þórir var tregur til en lét þó til leiðast en þau dóu bæði í ferðinni og einnig barn sem þau eignuðust í Noregi og skildu eftir þar. Páll taldi sig eiga allan arf eftir þau þar sem Þórir hefði andast fyrstur, sonur hans erft hann og síðan hefði hann dáið á undan Þórlaugu þannig að hún hefði átt allar eignirnar þegar hún dó. Sturla var á öðru máli og gætti þar hagsmuna Böðvars Þórissonar tengdaföður síns, sem einnig kallaði til arfs því að hann var skyldur Þóri.