„Siðaskiptin á Íslandi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
leiðrétti innsláttarvillu
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
→‎Lútherskan berst til landsins: Það stóð 'Þýsland' í stað Þýskalands.
Lína 10:
[[Ögmundur Pálsson]] biskup í Skálholti, sem var orðinn aldraður, hafði í þjónustu sinni nokkra unga menn sem menntaðir voru erlendis og höfðu kynnst mótmælendahreyfingunni þar og hrifist af henni þótt þeir flíkuðu ekki skoðunum sínum þegar biskup var nærstaddur.
 
Einn þessara ungu manna var [[Oddur Gottskálksson]], sonur [[Gottskálk Nikulásson|Gottskálks Nikulássonar]] Hólabiskups. Hann kom heim frá námi í ÞýslandiÞýskalandi [[1535]], þá um tvítugt, og hófst fljótt handa við að þýða [[Nýja testamentið]] á íslensku og segir sagan að hann hafi oft verið við iðju sína úti í fjósi í Skálholti. Nýja testamenti Odds var prentað í [[Hróarskelda|Hróarskeldu]] [[1540]] og er það elsta varðveitta prentaða verkið á íslensku.
 
Annar ungur menntamaður sem hafði kynnst lútherskunni í Þýskalandi var [[Gissur Einarsson]]. Árið 1539 valdi Ögmundur hann sem eftirmann sinn og var hann vígður biskup að Ögmundi lifandi. Gamli biskupinn sá brátt eftir vali sínu, þegar skoðanir Gissurar komu berlega í ljós, en hann var orðinn hrumur og gat lítið að gert, þótt hann væri enn biskup að nafninu til með Gissuri.