„Malaví“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
gott efni
Ekkert breytingarágrip
Lína 45:
 
== Saga ==
milli 5 og 20 þúsund þræla ár hvert frá [[1840]].
Mannvistarleifar sem fundist hafa í Malaví eru taldar vera frá að minnsta kosti 8.000 f. Kr. en þær sýna að ættbálkarnir líktust nokkuð því fólki sem býr á [[Sómalíu-skagi|Sómalíuskaga]] á okkar dögum. Einnig hafa fundist mannvistarleifar og [[hellaristur]] frá því um 1.500 f. Kr. sem sýna að þar voru [[Búskmenn]].
 
Á 15. öld var Maravi-veldið stofnað við suðvesturströnd Malaví-vatns og fór þar Amaravi-þjóðin (seinna þekkt sem Chewa-fólkið) sem flúði frá því svæði sem nú er [[Vestur-Kongó]]. Maravi-veldið stækkaði og náði yfir bæði [[Mósambík]] og [[Sambía|Sambíu]] en leið loks undir lok á 18. öld vegna þess að [[þrælasala]] og átök meðal æðstu manna veiktu veldið.
 
Orðið Maravi er talið þýða ''ljósgeislar'', en þjóðin vann mikið járn og lýstu járnbræðsluofnarnir upp næturhimininn — af því er nafnið dregið. Í strandhéruðunum þar sem nú er Sambía verslaði Maravi-fólkið við evrópska sæfara, sérstaklega [[Portúgal|Portúgala]] en einnig við [[Arabi|Araba]]. Helst seldu Maravar járn, [[fílabein]] og [[Þræll|þræla]], en þeir ræktuðu einnig [[hirsi]] og [[Kartafla|kartöflur]].
 
Portúgalar juku verslun sína á 16. öld og komu nú í hafnarborgina ''Tete''. Þeir fluttu [[maís]] til landsins og við það breyttist mataræði Marava. Maravar seldu Portúgölum þræla sem sendir voru á [[plantekra|plantekrur]] í Mósambík og [[Brasilía|Brasilíu]].
 
Á 17. öld réðst Angoni-þjóðflokkurinn inn í Maravi-veldið en hann var á flótta undan Zulu-ættbálkinum, undir stjórn [[Shaka]]. Einnig flutti Yao-þjóðflokkurinn sig inn á svæðið til að forðast Makua-ættbálkinn sem var að sölsa undir sig Norður-Mósambík. Yao-menn skiptu um trú eftir að hafa kynnst arabískum verslunarmönnum og tóku upp [[íslam]] árið [[1870]], með tilheyrandi höfðingjaræði og [[Moska|moskum]]. Frá bænum [[Nkhotakota]], sem er við vesturströnd Malaví-vatns, fluttu Arabarnir á milli 5 og 20 þúsund þræla ár hvert frá [[1840]].
 
Milli Yao og Angoni þjóðflokkanna ríkti stanslaust stríð, en hvorugri fylkingunni tókst að ná völdum yfir svæðinu. Marövum fækkaði og veldið þurrkaðist loks út, eftir að hafa háð baráttu við báðar fylkingarnar.