„Færeyjar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
setti saga færeyja í staðin fyrir saga
m Tók aftur breytingar 80.248.25.61 (spjall), breytt til síðustu útgáfu 37.205.33.45
Merki: Afturköllun
Lína 40:
Aðalatvinnuvegir Færeyinga eru [[fiskveiðar]] og [[fiskvinnsla]]. Miklar [[olíulind]]ir er að finna undir hafsbotni á milli Færeyja og [[Bretland]]s og binda Færeyingar vonir við að hægt verði að vinna umtalsvert magn af olíu þar. Margir Færeyingar fóru til Íslands og unnu á vertíð upp úr miðri 20. öld og settust sumir þeirra að á Íslandi og hafa gerst íslenskir borgarar. Einnig hafa allnokkrir Íslendingar sest að í Færeyjum. [[Þjóð]]irnar eru náskyldar, svo og tungumálin [[færeyska]] og [[íslenska]].
 
== Saga færeyja ==
{{Aðalgrein|Saga Færeyja|Færeyinga saga}}
Talið er að [[einsetumaður|einsetumenn]] og [[munkur|munkar]] frá [[Skotland]]i eða [[Írland]]i hafi sest að í Færeyjum á [[6. öld]] og líklega flutt þangað með sér [[sauðfé]] og [[geit]]ur. Norrænir menn komu svo til eyjanna um [[800]] og settust einhverjir þeirra þar að en samkvæmt því sem segir í [[Færeyinga saga|Færeyinga sögu]] fullbyggðust eyjarnar seint á [[9. öld]] þegar norskir menn hröktust þangað undan [[Haraldur hárfagri|Haraldi hárfagra]]. Fyrsti [[landnámsmaður]] Færeyja var að sögn [[Grímur kamban]].<ref>[http://www.snerpa.is/net/isl/fsaga.htm ''Færeyinga saga''. Hjá snerpu.is]</ref> Hann á að hafa búið í [[Funningur|Funningi]] á [[Eysturoy]]. Viðurnefnið er [[Keltneskar þjóðir|keltneskt]] og bendir til tengsla við [[Bretlandseyjar]].