„Kvarði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Kvarði''' er mælieining eða verkfæri til mælinga sem fylgir ákveðnum reglum. Algengasta mælieiningin á Íslandi var alin sem er miðað við líkama og er...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Kvarði''' er mælieining eða verkfæri til mælinga sem fylgir ákveðnum reglum. Algengasta mælieiningin á [[Ísland|Íslandi]] var [[alin]] sem er miðað við líkama og er lengd frá fingurgómi að olnboga. Alin hefur verið mismunandi eftir samfélögum og tímabilum. Í viðskiptum var þörf á að allir notuðu sama viðmið og strax árið [[1200]] var á Íslandi löggiltur kvarði, sem markaður var á vegg kirkjunnar á [[Þingvellir|Þingvöllum]]. Hann var talinn 20 álna langur og við mælingar á vaðmálum, klæðum o. fl. skyldi nota tveggja álna langar stikur. Skyldi stikan vera 10. hluti af hinum löggilta kvarða.
 
== Heimild ==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000522698 Álnir og kvarðar. – Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, Megintexti (01.01.1968), p. 45-78 ]