„Hnefatafl“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:ZHNEFA.jpg|thumb|220px|Spilaborð í hnefatafli]]
[[Mynd:Tablut board.jpg|thumb|220px|Byrjunaruppstilling á tablut spilaborði]]
'''Hnefatafl''' eða '''hneftafl''' er [[borðspil]] sem spilað var á [[söguöld]]. Spilið líkist [[skák]] og er [[herkænskuleikur]] þar sem ráðist er á konung. Spilareglur voru mismunandi. Leikborð í hnefatafli eru misstór og geta verið frá 7x7 reitir og upp í 19x19 reiti. Markmiðið er alltaf að kóngurinn á að reyna að komast út í horn með hjálp hinna hvítu liðsmanna sinna og svartir eiga að reyna að umkringja kónginn.
 
Hnefatafl er spilað á reitaborði og það eru tvær andstæðar herfylkingar og hefur önnur helmingi fleiri leikmenn en hinn. Sú fylking sem færri leikmenn hefur er hins vegar með kónginn. Markmið kóngsfylkingar er að láta kónginn sleppa. Í sumum útgáfum er hann kominn í skjól ef hann nær til einhvers reits sem er í útjaðri en í öðrum útgáfum þá er hann fyrst kominn í skjól þegar hann nær í hornreiti. Kóngurinn er alltaf staddur í miðju leikborðsins þegar leikurinn hefst. Mismunandi reglur er hvaða reitir spilaborðs eru skilgreindir kóngsreitir og hvort óvinir konungs mega lenda á þeim reitum.