„Kongódeilan“: Munur á milli breytinga

204 bætum bætt við ,  fyrir 4 árum
ekkert breytingarágrip
No edit summary
No edit summary
 
Þegar Katanga og Suður-Kasai voru aftur komin undir stjórn ríkisstjórnarinnar var samin ný stjórnarskrá til málamiðlunar og leiðtoga Katangamanna, [[Moïse Tshombe]], var boðið að leiða bráðabirgðastjórn á meðan nýjar kosningar voru undirbúnar. Áður en hægt var að halda kosningarnar gerðu [[Maóismi|maóskir]] skæruliðar sem kölluðu sig „Simbana“ uppreisn í austurhluta ríkisins. Simbarnir hertóku þónokkuð landsvæði og lýstu yfir stofnun hins kommúníska „Alþýðulýðveldis Kongó“ í Stanleyville. Her ríkisstjórnarinnar endurheimti smám saman landsvæðið og Belgía og Bandaríkin gripu inn í átökin í Stanleyville árið 1964 til að bjarga gíslum úr haldi Simbana. Simbarnir voru þá sigraðir og stjórn þeirra hrundi stuttu síðar. Eftir kosningar árið 1965 kom upp pattstaða milli Tshombe og Kasa-Vubu sem lamaði ríkisstjórnina. Mobutu framdi því annað valdarán í nóvember 1965 og tók öll völd í eigin hendur. Undir stjórn Mobutu varð Kongó (sem Mobutu nefndi Saír árið 1971) að einræðisríki og varð það þar til Mobutu var steypt af stóli árið 1997.
 
==Tengill==
* „[http://www.ruv.is/frett/forsaetisradherra-myrtur-og-leystur-upp-i-syru Forsætisráðherra myrtur og leystur upp í sýru]“, ''Í ljósi sögunnar'', RÚV, skoðað 26. janúar 2018.
== Heimild ==
* {{wpheimild | tungumál = En | titill = Congo Crisis | mánuðurskoðað = 17. janúar | árskoðað = 2018}}