„Kongódeilan“: Munur á milli breytinga

Engin breyting á stærð ,  fyrir 4 árum
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: thumb|right|Belgískir fallhlífaliðar lenda í Kongó árið 1964. '''Kongódeilan''' var tímabil pólitískrar óeirðrar og vopnaðra átaka í...)
 
No edit summary
Inngrip Sovétmanna olli ágreiningi innan kongósku ríkisstjórnarinnar og sérstaklega á milli Lumumba og [[Joseph Kasa-Vubu]] forseta. Mobutu, sem stjórnaði hernum, batt enda á deilurnar með því að fremja valdarán, rak burt sovésku ráðgjafana og stofnaði nýja ríkisstjórn undir sinni forystu. Lumumba var fangelsaður og síðar tekinn af lífi árið 1961. Stuðningsmenn Lumumba undir forystu Antoine Gizenga stofnuðu sína eigin ríkisstjórn í [[Kisangani|Stanleyville]] undir nafninu „hið Frjálsa lýðveldi Kongó“ og hlutu stuðning Sovétmanna. Þeir buðu ósigur gegn Mobutu árið 1962. Sameinuðu þjóðirnar beittu sér með beinni hætti gegn aðskilnaðarsinnunum eftir að Hammarskjöld lést í flugslysi yfir Kongó árið 1961. Með aðstoð Sameinuðu þjóðanna sigraði ríkisstjórnin í Léopoldville aðskilnaðarsinnana í Katanga og Suður-Kasai snemma árs árið 1963.
 
Þegar Katanga og Suður-Kasai voru aftur komin undir stjórn ríkisstjórnarinnar var samin ný stjórnarskrá til málamiðlunar og leiðtoga Katangamanna, [[Moïse Tshombe]], var boðið að leiða bráðabirgðastjórn á meðan nýjar kosningar voru undirbúnar. Áður en hægt var að halda kosningarnar gerðu [[Maóismi|maóskir]] skæruliðar sem kölluðu sig „Simbana“ uppreisn í austurhluta ríkisins. Simbarnir hertóku þónokkuð landsvæði og lýstu yfir stofnun hins kommúníska „Alþýðulýðveldis Kongó“ í Stanleyville. Her ríkisstjórnarinnar endurheimti smám saman lanfsvæðiðlandsvæðið og Belgía og Bandaríkin gripu inn í átökin í Stanleyville árið 1964 til að bjarga gíslum úr haldi Simbana. Simbarnir voru þá sigraðir og stjórn þeirra hrundi stuttu síðar. Eftir kosningar árið 1965 kom upp pattstaða milli Tshombe og Kasa-Vubu sem lamaði ríkisstjórnina. Mobutu framdi því annað valdarán í nóvember 1965 og tók öll völd í eigin hendur. Undir stjórn Mobutu varð Kongó (sem Mobutu nefndi Saír árið 1971) að einræðisríki og varð það þar til Mobutu var steypt af stóli árið 1997.
== Heimild ==
* {{wpheimild | tungumál = En | titill = Congo Crisis | mánuðurskoðað = 17. janúar | árskoðað = 2018}}