Munur á milli breytinga „Seinni heimsstyrjöldin“

m (Tók aftur breytingar 212.30.242.39 (spjall), breytt til síðustu útgáfu TKSnaevarr)
Í kjölfarið á innrásinni í Pólland og í samræmi við samkomulag Þjóðverja og Sovétmanna um Litháen neyddu Sovétmenn [[Eystrasaltslöndin]] til að leyfa sér að koma hersveitum [[Rauði herinn|Rauða hersins]] fyrir í löndum þeirra undir yfirskini samkomulags um gagnkvæmar varnir. Finnar höfnuðu beiðni Sovétmanna og Rauði herinn réðist í kjölfarið inn í [[Finnland]] í nóvember 1939. [[Vetrarstríðið|Vetrarstríðinu]] lauk í mars [[1940]] með uppgjöf Finna. Frakkar og Bretar álitu innrás Sovétmanna í Finnland jafngilda því að styðja stríðsrekstur Þjóðverja og brugðust við með því að styðja brottrekstur Sovétríkjanna úr Þjóðabandalaginu.
 
[[Mynd:Nazi-parading-in-elysian-fields-paris-desert-1940.png|thumb|left|200px|Þýskar hersveitir við [[Sigurboginn|Sigurbogann]] í [[París]] eftir [[Innrásin íFrakklandí Frakkland|Innrásina í Frakkland 1940]].]]
Í Vestur-Evrópu voru breskar hersveitir sendar til meginlandsins en Bretar nefndu það „[[gervistríðið]]“ (e. Phoney War) og Þjóðverjar „setustríðið“ (þ. Sitzkrieg) og hvorugur aðilinn tók af skarið eða undirbjó sókn þar til í apríl 1940. Þýskaland og Sovétríkin gerðu með sér verslunarsamkomulag í febrúar 1940 og fengu þá Sovétmenn hergögn og iðnaðarvélar í skiptum fyrir hráefni sem gerðu Þjóðverjum kleift að komast hjá hafnarbanni Breta.