„Boxarauppreisnin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m orðalag
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Uppreisnin átti sér stað samhliða alvarlegu þurrkatímabili og óreiðu vegna sívaxandi erlendra áhrifa í Kína. Eftir að ofbeldi gegn útlendingum og kristnum Kínverjum færðist í aukana í Sjandong og Norður-Kína í júní árið 1900 komu Boxararnir, sem héldu að þeir væru ónæmir fyrir erlendum vopnum, af stað uppþoti í [[Peking]] með slagorðinu „Styðjið Tjingstjórnina og útrýmið útlendingunum“. Útlendingar og kristnir Kínverjar leituðu skjóls í sendiráðahverfi borgarinnar. Þegar fréttir bárust af því vesturveldin hygðust gera innrás til að binda enda á umsátrið um sendiráðahverfið lýsti [[Cixi keisaraekkja]] yfir stuðningi við Boxarana og gaf auk þess út keisaralega stríðsyfirlýsingu á hendur erlendum veldum. Erindrekar, erlendir borgarar, hermenn og annað kristið fólk var umsetið í sendiráðahverfinu af kínverska keisarahernum og boxurunum í 55 daga.
 
Mikill ágreiningur var milli kínverskra ráðamanna um hvort rétt væri að styðja Boxarana eða ná fram sáttum. Yfirmaður kínverska hersins, [[Ronglu hershöfðingi]], kvaðst seinna hafa reynt að halda hlífiskildi yfir umsetnu útlendingunum. Kína varð nú fyrir innrás átta þjóða bandalags [[Breska heimsveldið|Bretlands]], [[FrakklandÞriðja franska lýðveldið|Frakklands]], [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]], [[Japanska keisaradæmið|Japans]], [[Þýska keisaraveldið|Þýskalands]], [[Rússneska keisaradæmið|Rússlands]], [[Ítalía|Ítalíu]] og [[Austurríki-Ungverjaland|Austurríki-Ungverjalands]]. Kínverjum tókst í fyrstu að hrekja her bandalagsins á bak aftur en voru fljótt sigraðir þegar 20.000 vopnaðir hermenn komu til Kína. Her bandalagsins kom til Peking þann 14. ágúst og rauf umsátrið um sendiráðahverfið. Herir vesturveldanna létu síðan greipar sópa um höfuðborgina og sveitina í kring og tóku af lífi alla þá sem grunaðir voru um að vera boxarar.
 
Árið 1901 voru sett lög sem kváðu á um að embættismenn sem hefðu stutt boxarana skyldu aflífaðir, erlendir hermenn skyldu staðsettir í Peking og Kína skyldi greiða þjóðunum í bandalaginu himinháar skaðabætur næstu 39 árin. Keisaraekkjan lýsti í kjölfarið yfir stuðningi við ýmsar kerfis- og efnahagsumbætur til þess að reyna að bjarga Tjingveldinu. Allt kom þó fyrir ekki og Tjingveldið hrundi árið 1912.