„Finnska“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Míteró (spjall | framlög)
Míteró (spjall | framlög)
Lína 30:
 
== Málfræði ==
Í finnsku er hvorki tiltekinn né ótiltekinn [[greinir]]. Nafnorð hafa ekkert málfræðilegt kyn og lýsingarorð taka því engum slíkum beygingum. [[Fleirtala]] er mynduð með viðskeytinu ''-t'' í [[nefnifall|nefnifalli]] og [[þolfall|þolfalli]] -t eða ''-i-'' eða báðum í [[eignarfall|eignarfalli]] og -i í öllum öðrum [[Fall (málfræði)|föllum]]. Ef persónulegu eigendaviðskeyti er bætt við nefnifall eða þolfall í fleirtölu er ''t''-viðskeytið ekki notað og fleirtölumerking látin skiljast af samhenginu. Nafnorð hafa fimmtán föll: nefnifall, þolfall, eignarfall, [[verufall]], [[deildarfall]], [[áhrifsfall]], [[íverufall]], [[úrferðarfall]], [[íferðarfall]], [[nærverufall]], [[sviptifall]], [[áferðarfall]], [[aðferðarfall]], [[samvistarfall]] og [[fjarverufall]]. Aðferðarfall, samvistarfall og fjarverufall eru nær eingöngu notuð í ritmáli.
 
Stafsetning er næsta stafrétt, það er að segja lítill sem enginn munur er á því hvernig málið er ritað og talað. Sérhljóðin ''a'', ''o'' og ''ö'' eru eins og í [[íslenska|íslensku]], [i] er borið fram sem ''í'', [e] sem ''i'' og [ä] (a með tvípunkti) sem ''e'', [y] sem ''u'' og [u] sem ''ú''. Samhljóðin [b], [g] og [f] koma aðeins fyrir í nýlegum [[tökuorð|tökuorðum]], það er að segja þessi hljóð eru ekki til í orðum af finnskum uppruna.