„Þorri“: Munur á milli breytinga

15 bætum bætt við ,  fyrir 4 árum
m
Fyrr á öldum virðast þorrablót fyrst og fremst hafa verið haldin á heimilum fólks og fyrir heimilisfólkið, en þorrablót eins og við þekkjum þau í dag, sem almennar veislur í sal út í bæ og haldin eins og kallað var í upphafi „að fornum sið“, voru ekki tekin upp fyrr en undir lok [[19._öldin|19. aldar]].
 
Í bókinni [[Íslenskar gátur, skemmtanir, víkivakar og þulur]] sem [[Hið íslenska bókmenntafélag]] sendi frá sér á árunum [[1889]] til [[1903]], skrifaði [[Ólafur Davíðsson]]:
 
:''Þorrablótin eiga upptök sín að rekja til íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn, eða að minnsta kosti héldu þeir þorrablót 1873. Ég hef heyrt sagt, að doktor Björn Ólsen hafi gengist mest fyrir því og eftir hann er veislukvæðið, ''Full Þórs''. 1880 mun Fornleifafélagið í Reykjavík hafa haldið þorrablót, þótt ég hafi ekki rekið mig á skýrslur um það í blöðunum. Aftur hélt það stóreflis þorrablót 21. janúar 1881. Veislusalurinn var búinn fornum voðum, skjaldarmerkjum og öndvegissúlum. Langeldar brunnu á gólfinu. Samsætið byrjaði með griðasetningu að fornum sið og var ekki mælt meira undir samsætinu. Við samdrykkjuna á eftir var guðanna minnst, Óðins alföður, Þórs, Freys og Njarðar til ársældar, Braga og Freyju o.s.frv. Ekki hef ég rekið mig á skýrslur um önnur þorrablót í blöðunum, en það er vonandi að þau leggist ekki niður. Það má ekki minna vera en gömlu guðanna sé minnst einstöku sinnum í þakklætisskyni fyrir fornöldina.''
 
Þorrablótin lögðust svo af en um miðja [[20. öld|tuttugustu öldina]] en siðurinn var endurvakin og farið að halda þorrablót á [[veitingastaður|veitingastaðnum]] [[Naustið|Naust]]inu í [[Reykjavík]], þar sem fram var borinn „hefðbundinn“ íslenskur matur, súr, reyktur og/eða saltaður. Síðan hefur tíðkast að halda þorrablót einhvern tímann á þorra, oftast á vegum félaga og ýmissa samtaka.
 
==Heimildir==