„Fyrra franska keisaraveldið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: File:Europe 1812 map en.png|thumb|right|Landamæri franska keisaraveldisins á hápunkti þess árið 1812. Frakkland er sýnt í fjólubláum lit og leppríki þess í bláum. Rau...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Franska keisaraveldið''', síðar kallað '''fyrra keisaraveldið''' (''l'Empire français'' eða ''le Premier Empire''), var stjórnarfyrirkomulag Frakklands frá 18. maí 1804, þegar [[Napóleon Bónaparte]] var lýstur [[Frakkakeisari]], til 14. apríl 1814 þegar hann sagði af sér, og síðan aftur í [[Hundrað daga ríkið|tæpa hundrað daga]] árið 1815. Keisaraveldið tók við af konsúlaveldi [[Fyrsta franska lýðveldið|fyrsta franska lýðveldisins]] og á eftir því kom endurreisn franska konungdæmisins undir stjórn [[Búrbónar|Búrbónanna]].
 
Fyrra keisaraveldið var óvenjulegt meðal annarra ríkja Frakklands að því leyti að keisari hafði aldrei ríkt í Frakklandi áður og vegna herskárrar utanríkisstefnu þess: Í [[Napóleonsstyrjaldirnar|Napóleonsstyrjöldunum]] voru fimm bandalagsstríð háð gegn Frakklandi frá 1805 til 1815. Í þessum stríðum lagði Napóleon undir sig meirihluta evrópska meginlandsins fyrir utan [[Norðurlöndin]] og [[Balkanskagi|Balkanskaga]]. Áhrifasvæði keisaraveldisins reis hæst árið 1812 og náði þá frá [[Lissabon]] til [[Moskva|Moskvu]]. Á hápunkti landfræðilegrar stærðar sinnar spannaði keisaraveldið 860.000 ferkílómetra og Frakkland taldi heilar 135 sýslur. Stórborgir eins og [[Róm]], [[Hamborg]], [[Barselóna]], [[Amsterdam]] og [[Dubrovnik]] urðu franskar stjórnsýslueiningar.
 
Frakkar unnu marga stórsigra á meginlandinu (þ.á.m. í [[Orrustan við Austerlitz|Austerlitz]], [[Orrustan við Iéna|Iéna]], [[Orrustan við Auerstadt|Auerstadt]], [[Orrustan við Eylau|Eylau]], [[Orrustan við Friedland|Friedland]] og [[Orrustan við Wagram|Wagram]]) en þessir sigrar kostuðu fjölmörg mannslíf (um 800.000 menn af hálfu Frakka). Auk þess leiddi stríðsástandið til aukinnar hófsemi Frakka í nýlendumálum og til þess að Frakkar seldu [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] Louisiana árið 1803 eftir að þeir höfðu glatað Martinique til Breta. Fjölmargar áætlanir Frakka um að gera innrás í Bretland voru kæfðar í fæðingu og sigrar Breta á sjó eins og í [[Orrustan við Trafalgar|orrustunni við Trafalgar]] gerðu þeim kleift að fjármagna hernaðarbandalög gegn Frökkum. Árið 1814 unnu bandalagsherirnir loks bug á Frökkum eftir herfilegan ósigur þeirra í [[Rússlandsherför Napóleons]], sem keisaraherinn náði aldrei að jafna sig á.