Munur á milli breytinga „Austurríki“

=== Vínarfundurinn ===
[[Mynd:Prince Metternich by Lawrence.jpeg|thumb|Metternich fursti]]
Eftir fall Napóleons var nauðsynlegt að skipa ríkjum og landamærum í Evrópu upp á nýtt. Haldin var viðamikil ráðstefna í Vín að boði Frans I. keisara, en fundarstjóri var utanríkisráðherra landsins, [[Metternich fursti]]. Ráðstefnan hófst [[18. september]] [[1814]] og kallast [[Vínarfundurinn]] (þ. ''Wiener Kongress''). Allir helstu leiðtogar í Evrópu sóttu ráðstefnuna, sér í lagi frá Rússlandi, Bretlandi, Austurríki, Prússlandi, Frakklandi, Kirkjuríkinu og mörgum öðrum smærri ríkjum. Vín var næsta árið pólitísk þungamiðja Evrópu. Viðræður og samningar gengu hægt. Á vormánuðum [[1815]] strauk Napóleon úr útlegð frá Elbu og safnaði liði á ný. Komst þá skriður á samninga og lauk ráðstefnunni [[9. júní]]. Aðeins níu dögum síðar, [[18. júní]], var Napóleon sigraður á ný í stórorrustunni við Waterloo. Fyrir Austurríki hafði ráðstefnan mikil áhrif. Landið missti Niðurlönd og eignir við ofanvert Rínarfljót. Á hinn bóginn fékk Austurríki að halda Galisíu (suðurhluti Póllands). Landið fékk auk þess Illyríu og Salzburg. Austurríki varð eftir sem áður stórveldi í Evrópu. Eitt það síðasta sem Vínarfundurinn gerði var að stofna [[þýska sambandið]] úr leifum þýskra furstadæma, hertogadæma og konungsríkja. Austurríki varð leiðandi afl í þessu nýja ríkinu en stóð samt fyrir utan það sem eigið keisaraveldi. Austurríki stóð til að mynda utan við tollabandalag nýja ríkisins. [[Bismarck]] leysti þetta þýska samband upp árið [[1866]].
 
=== Byltingar ===