„Meiji keisari“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[File:Black and white photo of emperor Meiji of Japan.jpg|thumb|right|Meiji keisari]]
'''Meiji keisari''' (明治天皇 á japönsku letri) ([[3. nóvember]] [[1852]] – [[30. júlí]] [[1912]]) eða '''Meiji mikli''' (明治大帝) var 122. [[keisari Japans]] samkvæmt hefðbundinni talningu. Hann ríkti frá 3. febrúar 1867 til dauðadags þann 30. júníjúlí árið 1912. Valdatíð hans var tími mikilla breytinga í [[Japan]] er þjóðin fór í gegnum [[Iðnbyltingin|iðnbyltingu]] og breyttist úr [[lénskerfi]] í [[kapítalismi|kapítalískt]] heimsveldi.
 
Þegar Meiji fæddist árið 1852 var Japan [[Einhliða einangrun Japan|einangrað]], óiðnvætt lénsveldi undir stjórn Tokugawa-[[Sjógun|sjógunaveldisins]] sem réð yfir meira en 250 ómiðstýrðum fylkjum. Þegar hann lést árið 1912 hafði Japan farið í gegn um stjórnkerfis-, samfélags- og iðnbyltingu heima fyrir og hafði skapað sér sess sem eitt helsta heimsveldi á alþjóðavísu. ''The New York Times'' lýsti útför hans árið 1912 sem svo: „Munurinn milli þess sem kom á undan líkbílnum og á eftir honum var sláandi. Á undan kom gamla Japan; á eftir hið nýja Japan“.<ref name="nyt1912">https://query.nytimes.com/mem/archive-free/pdf?res=9D05E3DB1F3CE633A25750C1A9669D946396D6CF "The Funeral Ceremonies of Meiji Tenno" reprinted from the ''Japan Advertiser'' Article 8—No Title&#93;, ''New York Times.'' 13. október, 1912.</ref>