„Hringadróttinssaga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
HringaDRÓTTINSsaga, ekki HringaDROTTINSsaga. Gamla formið af drottinn, dróttinn, er notað fyrir bækurnar.
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Hringadróttinssaga''' ([[enska]]: ''The Lord of the Rings'') er saga eftir [[J. R. R. Tolkien]] sem kom út í þremur bindum árin [[1954]] og [[1955]]. Bindin heita [[Föruneyti hringsins]], [[Tveggja turna tal]] og [[Hilmir snýr heim]]. Hvert bindi skiptist í tvær bækur og því samanstendur sagan af sex bókum alls. '''Hringadróttinssagan''' gerist í heimi sem Tolkien skapaði, og sá heimur er einnig bakgrunnur bókanna um [[Hobbitinn]], [[Silmerillinn]] og fleiri. [[Þorsteinn Thorarensen]] þýddi allar bækurnar á íslensku.
 
Hringadróttinssaga hefur verið kvikmynduð þrisvar sinnum: ein [[teiknimynd]] hefur verið gerð, ein [[sjónvarpsmynd]] og nú síðast gerði [[Nýja Sjáland|nýsjálenski]] leikstjórinn [[Peter Jackson]] kvikmyndaþríleik sem kom út á árunum [[2001]] til [[2004]]. Sagan fjallar, í stuttu máli, um hobbitann [[Fróði Baggi|Fróða Bagga]] sem erfir dularfullan hring eftir frænda sinn og fóstra, [[Bilbó Baggi|Bilbó Bagga]], þegar Bilbó bókstaflega hverfur fyrir allra augum á 111 ára afmælinu sínu. Seinna kemur í ljós að þessi hringur var sköpunarverk [[Sauron]]s, sem tókst næstum því að ná undir sig öllum [[Miðgarður (Tolkien)|Miðgarði]] fyrir mörgum öldum, en þegar Sauron glataði hringnum missti hann allan mátt og flúði burt sem veikur skuggi og veldi hans hrundi til grunna. En nú er Sauron byrjaður að eflast aftur og Fróði þarf að fara ásamt garðyrkjumanni sínum [[Sómi Gamban|Sóma]] og fleiri hobbitum til [[Mordor]] að eyða [[Hringurinn eini|hringnum eina]] . En það eru fleiri að berjast gegn Sauroni, t.d. [[Aragorn|Aragorn sonur Araþorns]], erfinginn að krúnu [[Gondor]]s, [[Legolas|Legolas sonur Þrændils]], erfingi að krúnu Myrkviðar, áður Mikli-Græniskógur, [[Gimli (Hringadróttinssaga)|Gimli sonur Glóins]], hefði getað orðið erfingi að krúnunni í Moría og [[Gandalfur|Gandalfur vitki]], sem ber einn álfahringanna þriggja.
 
Hringkvæði úr sögunni er sérstaklega frægt (þýðing eftir Geir Kristjánsson):