„Arthur Wellesley, hertogi af Wellington“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Arthur Wellesley, fyrsti hertoginn af Wellington''' (1. maí 1769 – 14. september 1852) var ensk-írskur herforingi og stjórnmálamaður sem var einn helsti hernaðar- og stjórnmálaleiðtogi Breta á 19. öld. Sigur hans gegn [[Napóleon Bónaparte]] í [[Orrustan við Waterloo|orrustunni við Waterloo]] árið 1815 gerði hann að einni af helstu stríðshetjum Bretlands.
 
Wellesley fæddist í Dublin inn í ríka landeignarætt af [[mótmælendatrú]]. Hann gekk í breska herinn árið 1787 og var aðstoðarmaður tveggja landstjóra Írlands í röð. Hann varð einnig þingmaður á neðri deild írska þingsins. Hann varð ofursti árið 1796 og tók þátt í herferð Breta til [[Holland|Hollands]] og [[Indland|Indlands]], þar sem hann barðist í umsátri Breta við [[Seringapatam]] árið 1799. Hann varð landstjóri Seringapatam og [[Mysore]] sama ár og vann fullnaðarsigur gegn Maratha-sambandinu[[Marattaveldið|Marattaveldinu]] í orrustu við Assaye árið 1803.
 
Wellesley reis til hæstu metorða í stríði Breta við Frakka á Íberíuskaga í [[Napóleonsstyrjaldirnar|Napóleonsstyrjöldunum]] og varð hermarskálkur eftir að hafa leitt Breta og bandamenn þeirra til sigurs gegn Frökkum í orrustu við Vitoria árið 1813. Eftir að Napóleon var sendur í útlegð árið 1814 varð Wellesley sendiherra Breta í Frakklandi og var gerður að hertoga. Þegar Napóleon sneri aftur til valda árið eftir tók Wellesley við stjórn bandamannahersins sem, ásamt [[Prússland|Prússaher]] undir stjórn [[Blücher herforingi|Blüchers herforingja]], sigraði Napóleon við Waterloo. Wellesley tók þátt í um sextíu orrustum á hernaðarferli sínum.