„Xi Jinping“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 8:
 
== Æskuár ==
Xi Jinping er fæddur í höfuðborginni Beijing 1. júní 1953. Rætur forfeðra hans liggja þó samkvæmt kínverskri venju í Fuping-sýslu í Shaanxi-héraði. Hann er yngsti sonur [[Xi Zhongxun]] (1913-2002), eins af stofnendum skæruliðahreyfingar kommúnista í Shaanxi-héraði í norðurhluta Kína, fyrrum varaforsætisráðherra og taldist til fyrstu valdakynslóðar Kína með Maó. Xi Zhongxun starfaði sem yfirmaður áróðursdeildar kommúnistaflokksins og síðar varaformaður þingþings Kommúnistaflokksins. Þegar Xi var tíu ára lenti faðir hans í „hreinsunum“ [[Menningarbyltingin|menningarbyltingar]] [[Maó Zedong|Maós Zedong]] og var sendur til starfa í verksmiðju í Luoyang og síðan í fangelsi árið 1968. Hann kom aftur inn í stjórnmálin, nú sem einn lærifeðra verðandi leiðtoga Kína á borð við [[Hu Jintao]] þáverandifyrrverandi foretaforseta og [[Wen Jiabao]] fyrrverandi forsætisráðherra. Að auki var það Xi Zhongxun sem lagði til og kom í framkvæmd uppbyggingu Shenzhen sem fyrsta „fríverslunarsvæðinu“ í Alþýðulýðveldinu Kína. Það varð síðan öðrum svæðum fyrirmynd.
 
Á meðan Xi Zhongxun var „hreinsaður“ í menningarbyltingunni naut sonurinn ekki verndar föður síns og var sendur í vinnu í Yanchuan-sýslu í Shanxi-héraði, árið 1969. Hann varð þar síðar flokksritari í framleiðsluteymi sem hann gegndi til 22 ára aldurs.
Lína 27:
 
Hann var efni í leiðtoga [[Valdakynslóðir Alþýðulýðveldisins Kína|„næstu valdakynslóð“]] þessa fjölmennasta ríkis veraldar.
 
==Forseti og flokksformaður==
Xi Jinping var kjörinn aðalritari kínverska kommúnistaflokksins þann 15. nóvember 2012. Hann var síðan kjörinn forseti Alþýðulýðveldisins Kína í mars 2013. Xi er talinn voldugasti leiðtogi Kínverja frá dögum Den Xiaoping og jafnvel frá dögum Maós.<ref>{{cite news|title=Reform in China: Every move you make|url=https://www.economist.com/news/leaders/21589882-xi-jinping-has-made-himself-most-powerful-leader-deng-xiaoping-probably-good|work=The Economist|date=16 November 2013}}</ref> Ólíkt Hu Jintao hefur Xi ekki stjórnað Kína í sameiningu með öðrum valdsmönnum. Hu var gjarnan talinn „fyrstur meðal jafningja“ sem forseti og flokksformaður og framkvæmdi jafnan aðeins vilja meirihlutans. Xi hefur hins vegar gerst miðpunktur allra valda í ríkisstjórn sinni. Hann var endurkjörinn leiðtogi flokksins á flokksþingi árið 2017 en enginn arftaki var valinn til að taka við völdum eftir fimm ár líkt og venjan hefur verið. Á þinginu var hugmyndafræði forsetans, „Xi Jinping-hugsun“, bætt inn í stefnuskrá flokksins og þar með stjórnarskrá lýðveldisins. Með því að festa Xi Jinping-hugsun í stefnuskrána er Xi talinn hafa gert mögulegum keppinautum ómögulegt að gagnrýna hugmyndafræði hans án þess að vera taldir andsnúnir Kommúnistaflokknum sjálfum.<ref>{{Cite news|url=http://www.ruv.is/frett/xi-jinping-hugsun-fest-i-stjornarskra-kina|title=„Xi Jinping-hugsun“ fest í stjórnarskrá Kína|date=24. október 2017|work=RÚV|access-date=10. janúar 2018|language=is}}</ref>
 
== Fjölskylduhagir ==
Xi giftirgiftist árið 1987 Peng Liyuan, frægri söngkona kínverskrar þjóðlagatónlistar. Það var annað hjónaband hans. Peng Liyuan er afar vel þekkt í Kína og var í raun þekktari en eiginmaður hennar áður en hann komst til valda. Vegna starfa sinna búa hjónin ekki mikið saman. Saman eiga þau dótturina Xi Mingze sem er gjarnan kölluð Xiao Muzi.
 
== Heimildir ==