„Xi Jinping“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 8:
 
== Æskuár ==
Xi Jinping er fæddur í höfuðborginni Beijing 1. júní 1953. Rætur forfeðra hans liggja þó samkvæmt kínverskri venju í Fuping-sýslu í Shaanxi-héraði. Hann er yngsti sonur [[Xi Zhongxun]] (1913-2002), eins af stofnendum skæruliðahreyfingar kommúnista í Shaanxi-héraði í norðurhluta Kína, fyrrum varaforsætisráðherra og taldist til fyrstu valdakynslóðar Kína með Maó. Xi Zhongxun starfaði sem yfirmaður áróðursdeildar kommúnistaflokksins og síðar varaformaður þing Kommúnistaflokksins. Þegar Xi var tíu ára lenti faðir hans í „hreinsunum“ menningarbyltingar [[Maó Zedong|Maós Zedong]] og var sendur til starfa í verksmiðju í Luoyang og síðan í fangelsi árið 1968. Hann kom aftur inn í stjórnmálin, nú sem einn lærifeðra verðandi leiðtoga Kína á borð við [[Hu Jintao]] núverandiþáverandi foreta og [[Wen Jiabao]] núverandi forsætisráðherra. Að auki var það Xi Zhongxun sem lagði til og kom í framkvæmd uppbyggingu Shenzhen sem fyrsta „fríverslunarsvæðinu“ í Alþýðulýðveldinu Kína. Það varð síðan öðrum svæðum fyrirmynd.
 
Á meðan Xi Zhongxun var „hreinsaður“ í menningarbyltingunni naut sonurinn ekki verndar föður síns og var sendur í vinnu í Yanchuan-sýslu í Shanxi-héraði, árið 1969. Hann varð þar síðar flokksritari í framleiðsluteymi sem hann gegndi til 22 ára aldurs.