Munur á milli breytinga „Íran“

10 bætum bætt við ,  fyrir 2 árum
óverulegar
(óverulegar)
'''Íran''' ([[persneska]] ایران, opinbert heiti '''Íslamska lýðveldið Íran''') er land í [[Mið-Austurlönd]]um með landamæri að [[Aserbaísjan]], [[Armenía|Armeníu]] og [[Túrkmenistan]] í norðri, [[Pakistan]] og [[Afganistan]] í austri, [[Tyrkland]]i og [[Írak]] í vestri og strandlengju að [[Persaflói|Persaflóa]] í suðri og [[Kaspíahaf]]i í norðri. Íran er eina landið sem á bæði land að Kaspíahafi og [[Indlandshaf]]i. Þótt landið hafi verið kallað Íran að minnsta kosti frá tímum [[Akkamenídar|Akkamenída]] var það allt til ársins [[1935]] nefnt [[Grikkland|gríska]] nafninu [[Persía]] á [[Vesturlönd]]um. [[1959]] tilkynnti [[Mohammad Reza Pahlavi]] að bæði nöfnin skyldu notuð. Árið [[1979]] var gerð [[bylting]] í landinu sem leiddi til [[klerkastjórn]]ar [[Ayatollah Khomeini]]s og stofnunar [[íslamskt lýðveldi|íslamska lýðveldisins]] Íran (جمهوری اسلامی ایران). Nafnið Íran þýðir „land [[Aríi|aríanna]]“.
 
Í Íran kom upp eitt af elstu menningarríkjum heims, [[Elam]], sem hóf að myndast um 3200 f.Kr. Árið [[625 f.Kr.]] stofnuð [[medarMedar]] hið fyrsta af mörgum keisaradæmum í sögu Írans og eftir það varð landið ríkjandi menningarlegt afl í sínum heimshluta. Það náði hátindi sínum með veldi [[Akkamenídaríkið|Akkamenída]] sem [[Kýros mikli]] stofnaði um [[550 f.Kr.]] Þá náði ríkið frá [[Indusdalur|Indusdal]] í austri að [[Þrakía|Þrakíu]] og [[Makedónía|Makedóníu]] í vestri. Þetta heimsveldi hrundi í kjölfar landvinninga [[Alexander mikli|Alexanders mikla]] árið [[330 f.Kr.]] Eftir það komu þar upp veldi [[Parþar|Parþa]] og síðan [[Sassanídar|Sassanída]]. Múslimar lögðu landið undir sig árið 651 og [[íslam]] tók þá við af [[manikeismi|manikeisma]] og [[sóróismi|sóróisma]] sem ríkjandi trúarbrögð. Árið [[1501]] hófst veldi [[Safavídaríkið|Safavída]] sem studdu [[tólfungaútgáfa íslam|tólfungaútgáfu íslam]]. Eftir [[persneska stjórnarskrárbyltingin|persnesku stjórnarskrárbyltinguna]] [[1906]] var fyrsta [[þing Írans]] stofnað og [[þingbundin konungsstjórn]] tók við. Í kjölfar [[stjórnarbyltingin í Íran|stjórnarbyltingar]] sem [[Bretland|Bretar]] og [[Bandaríkin|Bandaríkjamenn]] studdu árið [[1953]] varð stjórn landsins í vaxandi mæli [[alræði]]sstjórn. Óánægja með stjórnina og erlend áhrif leiddi til [[íranska byltingin|írönsku byltingarinnar]] og stofnunar [[íslamskt lýðveldi|íslamsks lýðveldis]] árið [[1979]].
 
Íran býr yfir miklum [[Jarðolía|olíuauðlindum]] og á stærstu [[jarðgas|gaslindir]] heims. Olíuiðnaður landsins stendur undir 15% af [[Verg landsframleiðsla|vergri landsframleiðslu]] og 45% af tekjum ríkisins. Landið er stofnaðili að [[Samtök olíuframleiðsluríkja|Samtökum olíuframleiðsluríkja]], [[Samtök hlutlausra ríkja|Samtökum hlutlausra ríkja]] og [[Samtök um íslamska samvinnu|Samtökum um íslamska samvinnu]]. Stjórnarfar landsins er blanda af [[lýðræði]] og [[klerkastjórn]] þar sem æðstiklerkur hefur mikil pólitísk áhrif. Íran er annað fjölmennasta ríki Mið-Austurlanda og 17. fjölmennasta ríki heims með yfir 77 milljónir íbúa. Íran er fjölmenningarríki en [[Persar]] eru rúm 60% þjóðarinnar. Að auki búa þar [[Aserar]], [[Kúrdar]], [[Lúrar]], [[Arabar]], [[Balúkar]] og [[Túrkmenar]]. [[Persneska]] er opinbert tungumál landsins og [[sjía íslam]] er ríkistrú.
Íran er það land í heiminum þar sem [[þéttbýlisvæðing]] er hvað hröðust. Frá 1952 til 2002 óx hlutfall íbúa í þéttbýli úr 27% í 60%. Samkvæmt spá [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]] munu 80% íbúa búa í þéttbýli árið 2030. Þær borgir sem vaxið hafa hraðast eru [[Teheran]], [[Isfahan]], [[Avaz]] og [[Qom]]. Íbúafjöldi í Teheran er um 8,1 milljón. Borgin er bæði efnahagsleg og stjórnsýsluleg höfuðborg landsins auk þess að vera miðstöð samskipta og fólksflutninga.
 
Önnur stærsta borg Írans er [[Mashhad]] með um 2,7 milljón íbúa. Hún er helg borg meðal sjíamúslima því þar er [[helgidómur Reza]]. Á milli 15 og 20 pílagrímarmilljónir pílagríma heimsækja borgina árlega.
 
Þriðja stærsta borgin er [[Isfahan]] með um 1,7 milljón íbúa. Isfahan var höfuðborg Persaveldis [[Safavídar|Safavída]] og átti sitt blómaskeið á 17. og 18. öld. Þar er mikið af sögulegum minjum. Í Isfahan er ein stærsta verslunarmiðstöð heims, [[Isfahan City Center]].
Óskráður notandi