„Hanau“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 64:
== Byggingar og kennileiti ==
[[Mynd:Hanau - Goldschmiedehaus 1120.jpg|thumb|Goldschmiedehaus]]
* '''Maríukirkjan''' í Hanau kemur fyrst við skjöl [[1316]] og var helguð [[María Magdalena|Maríu Magdalenu]]. Hún var stækkuð af Reinhard II greifa á 15. öld og var hann sjálfur grafin í henni [[1451]]. Eftir hann voru afkomendur hans einnig grafnir, allt til [[1612]]. Við siðaskiptin varð kirkjan lútersk og er hún það enn. Kirkjan skemmdist töluvert í loftárásum 1945. Eftir að hún brann niður, var tækifærið notað og gerður fornleifauppgröftur í henni. Kirkjan var svo endurreist 1951-63.
* '''Philippsruhe''' er kastali greifanna í borginni. Hann var reistur [[1700]]-[[1725]] af Philipp Reinhard greifa fyrir vestan miðborgina, í Kesselstadt. Kesselstadt var innlimuð í Hanau [[1907]]. Árið [[1943]] var allt innviðið flutt í Adolfseck-kastalann hjá [[Fulda]] af ótta við loftárásir. En kastalinn slapp við allar sprengjur, Adolfseck hins vegar ekki, og skemmdist því nokkuð af listaverkum. [[1950]] keypti Hanau kastalann og notaði hann sem ráðhús, þar sem ráðhúsið í miðborginni hafði eyðilagst í loftárásum. [[1964]] flutti ráðhúsið í nýja byggingu, þannig að [[1967]] var opnað sögusafn í kastalanum.
* '''Goldschmiedehaus''' er gamalt ráðhús í borginni. Húsið var reist sem iðnaðarhús [[1538]]. Seinna var húsið notað sem ráðhús í nokkrar aldir. En þegar Altstadt og Neustadt voru sameinaðar 1821, var húsið of lítið og flutti ráðhúsið þá annað. Þá var það notað af sögufélagi borgarinnar allt til seinna stríðs. Húsið brann niður loftárásum 1945 og stóðu aðeins ytri veggirnir eftir. Húsið var endurreist 1955-58 og er í dag notað fyrir skartgripasýningar.