„Patrice Lumumba“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Stuttu eftir að Kongó hlaut sjálfstæði árið 1960 gerði herinn uppreisn sem markaði upphaf [[Kongódeilan|Kongódeilunnar]]. Lumumba biðlaði til [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] og [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]] um hjálp við að kveða niður aðskilnaðarsinnana í Katanga en hafði ekki erindi sem erfiði. Því leitaði hann þess í stað til [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]. Þetta leiddi til ágreinings Lumumba við [[Joseph Kasa-Vubu]] forseta og starfsmannastjórann [[Mobutu Sese Seko]] auk þess sem ákvörðunin styggði mjög Bandaríkin og Belgíu. Í kjölfarið var Lumumba handtekinn af ráðamönnum undir stjórn Mobutu og tekinn af lífi af skotsveit katönsku aðskilnaðarsinnanna. Eftir dauða sinn fóru sjálfstæðissinnar í Afríku að líta á Lumumba sem píslarvott.
 
Bæði belgísk og bandarísk stjórnvöld liggja undir grun sem þátttakendur í samsærinu sem leiddi til dauða Lumumba. Viðhorf þeirra til Lumumba litaðist af [[Kalda stríðið|kalda stríðinu]] og voru þau tortryggin í hans garð þar sem hann þótti hallur undir Sovétríkin. Lumumba sagðist þó ekki vera kommúnisti, heldur hafi hann neyðst til að leita á náðir Sovétríkjanna þar sem enginn annar vildi hjálpa honum að leysa Kongó úr viðjum nýlenduvæðingarinnar.<ref>Sean Kelly, ''America's Tyrant: The CIA and Mobutu of Zaire'', bls. 29.</ref> Belgískir liðsforingjar fóru fyrir aftökusveitinni sem batt enda á líf Lumumba.<ref name="The Assassination of Lumumba">[https://www.amazon.com/Assassination-Lumumba-Ludo-Witte/dp/1859844103 The Assassination of Lumumba], Ludo De Witte, 2003.</ref><ref>{{Cite book |title=Wolves, Jackals and Foxes: The Assassins Who Changed History |last=Hollington |first=Kris |year=2007 |publisher=True Crime|pages= 50–65 |url=https://books.google.com/books?id=I8LHU4f_hkQC&lpg=PP1&dq=isbn%3A9780312378998&pg=PA50#v=onepage&q&f=false |accessdate=11 December 2010 |quote= }}</ref><ref name="The Assassination of Lumumba"/> [[Central Intelligence Agency|Bandaríska leyniþjónustan]] hafði auk þess lagt drög að áætlunum til að konakoma Lumumba fyrir kattarnef<ref>[http://www.gwu.edu/~nsarchiv/NSAEBB/NSAEBB222/top06.pdf 6) Plan to poison Congo leader Patrice Lumumba (p. 464)], [[Family jewels (CIA)|Family jewels CIA documents]], on the [[National Security Archive]]'s website</ref><ref name="USN">{{cite web | title= A killing in Congo|work= [[US News]]|url = https://www.usnews.com/usnews/doubleissue/mysteries/patrice.htm |date= 24 July 2000|accessdate = 18 June 2006}}</ref><ref name = gottliebcp>Sidney Gottlieb "obituary" {{cite web |title = Sidney Gottlieb |publisher = Counterpunch.org |url = http://www.counterpunch.org/gottlieb.html}}</ref> og [[Dwight D. Eisenhower]] Bandaríkjaforseti hafði sjálfur viljað hann feigan.<ref name="Guardian">{{cite news|title = President 'ordered murder' of Congo leader| work = [[The Guardian]]|url = https://www.theguardian.com/Archive/Article/0,4273,4049783,00.html |accessdate = 18 June 2006| location= London | first= Martin | last= Kettle | date= 10 August 2000}}</ref>
 
==Tilvísanir==