„Mjaldur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link FA template (handled by wikidata) - The interwiki article is not featured
örfáar orðalagsbreytingar
Lína 38:
Útbreiðsla mjaldurs er í [[Norður-Íshaf]]i nánast allt í kringum [[Norðurheimskautið]] en hann má einnig finna á köldtempruðum svæðum. Í [[Atlantshaf]]i heldur hann sig talsvert norður af [[Ísland]]i og er því fremur sjaldséður við landið.
 
Mjaldurinn heldur sig aðallega við strandlengjuna og við árósa að sumarlagi. Hann á það til að elta lax upp eftir stórám ístórfljótum [[Kanada]] og [[Síbería|Síberíu]] og hefur sést allt að 1000 km frá sjó. Mjaldurinn hefur aðlagast því að lifa í köldum sjó og innan um rekís. Hegðun hans svipar því að sumu leyti meira til sela en hvala, meðal annars rekur hann stundum hausinn upp úr sjó til að svipast um. Mjaldurinn er hægsyndur, syndir yfirleitt á þriggja til níu kílómetra hraða. Hann notar hljóð til að skynja umhverfið, þessi hátíðnihljóð geta heyrst upp á yfirborðið enda nefndu hvalveiðimenn hann „kanarífugl hafsins“. Að öllum líkindum notar mjaldurinn hljóðendurkast til að finna fæðu á sjávarbotni og til að finna vakir í hafís. <ref>Brodie, 1985</ref>
 
Mjaldur er hjarðdýr og eru oftast um 15 dýr í hverri hjörð. Hjarðirnar koma stundum saman við árósa og mynda hópa með allt að 1000 dýrum.
 
Fæðuval er mjög fjölbreytt, á sumrin eru krabbadýr, lindýr og burstaormar uppistaða fæðunnar, á öðrum ártímumárstímum er það einkum ýmsar tegundir fiska.
 
== Veiðar og fjöldi ==
Frumbyggjar við norðurskaut hafa veitt mjaldimjaldur í aldaraðir, með skutli eða við vakir í hafísnum. Veiðar Evrópumanna á mjaldri í atvinnuskyni við [[Grænland]] og Kanada hófust á seinni hluta 19. aldar og á sama tíma hófu [[Noregur|Norðmenn]] og [[Rússland|Rússar]] veiðar við [[Svalbarði|Svalbarða]]. Mjaldri hefur fækkaðfækkaði verulega á 20. öld og hafa líffræðingar áhyggjur af framtíð tegundarinar.<ref>Heide-Jørgensen, 1994</ref> Þó er talið að um 20 þúsund dýr sé í stofninum milli Kanada og Grænlands, 15 til 20 þúsund í stofninum í [[Hvítahaf]]i, [[Barentshaf]]i og [[Karahaf]]i norðan Síberíu og 5-7 þúsund í stofninum við [[Alaska]].<ref>Innes o.fl. 2002</ref>
 
Algengt er að mjaldur sé hafður til sýnis í dýragörðum og geta þeir orðið allt að 25 ára í haldi.<ref>Brodie, 1985</ref>