Munur á milli breytinga „Bandamenn (fyrri heimsstyrjöldin)“

ekkert breytingarágrip
[[File:WWI-re.png|thumb|right|Fylkingar fyrri heimsstyrjaldarinnar: Bandamenn eru grænir, Miðveldin rauðgul og hlutlaus ríki grá.]]
'''Bandamenn''' voru löndin sem börðust gegn [[Miðveldin|Miðveldunum]] í [[fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjöldinni]]. Upphaflega varð herbandalagið til með '''Þríbandalaginu''' sem stofnað var árið 1907 af [[Þriðja franska lýðveldið|Frakklandi]], [[Breska heimsveldið|Bretlandi]] og [[Rússneska keisaradæmið|Rússlandi]]. [[Ítalía]] bættist í hópinn og rauf bandalag sitt við Miðveldin árið 1915 með þeim rökum að [[Þýska keisaraveldið]] og [[Austurríki-Ungverjaland]] hefðu byrjað stríðið og að bandalagið ætti einungis að vera varnarbandalag. [[Japanska keisaradæmið]] var einnig mikilvægur bandamaður. [[Belgía]], [[Serbía]], [[Grikkland]], [[Svartfjallaland]] og [[Rúmenía]]<ref>Karel Schelle, [https://books.google.com/books?id=4lsOsKQz3AQC&pg=PA24 The First World War and the Paris Peace Agreement], GRIN Verlag, 2009, p. 24</ref> voru einnig í liði með bandamönnum en töldust ekki formlegir meðlimir bandalagsins.
 
Sáttmálinn í Sèvres árið 1920 skilgreindi helstu bandamannaþjóðirnar sem Bretland, Frakkland, Ítalíu og Japan. Bandamannaveldin spönnuðu einnig [[Armenía|Armeníu]], Belgíu, Grikkland, konungsríkið [[Hejaz]], [[Pólland]], [[Portúgal]], [[Rúmenía|Rúmeníu]] og [[Tékkóslóvakía|Tékkóslóvakíu]].<ref>{{cite web|url=http://wwi.lib.byu.edu/index.php/Section_I,_Articles_1_-_260|title=Section I, Articles 1 - 260 - World War I Document Archive|publisher=}}</ref>