„Gotneska“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link GA template (handled by wikidata)
BirgerJN (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 14:
}}
 
'''Gotneska''' er útdautt [[germönsk tungumál|germanskt tungumál]] sem [[Gotar]]nir töluðu. Tungumálið er aðallega þekkt frá afriti [[Biblían|Biblíunnar]] sem skrifað var á [[6. öld]], en textinn sjálfur er frá [[4. öld]]. Ritmál Gota var sett saman af [[Wulfila]], sem þýddi Biblíuna á það, og byggist það á því gríska fyrst og fremst en einnig [[latneska stafrófið|latínuletri]] og [[rúnir|rúnaletri]].<ref>[[Fausto Cercignani]], ''The Elaboration of the Gothic Alphabet and Orthography'', in "Indogermanische Forschungen", 93, 1988, pp. 168–185.</ref> Gotneska skildi engu lifandi tungumáli eftir sér en hún var á niðurleið frá miðri 6. öld vegna ósigurs Gota í stríðum við [[Frankar|Frankana]], brottfarar Gota frá [[Ítalía|Ítalíu]] og landfræðilegrar einangrunar (á [[Spánn|Spáni]] var gotneska kirkjumál [[Vesturgotar|Vesturgota]] en hún dó út þar þegar þeir skiptu í [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólsku]] árið 589).
 
Gotneska er sérstaklega áhugaverð frá sjónarmiði germanskrar [[samanburðarmálfræði]] þar sem gotnesku Biblíutextarnir eru þremur til fjórum öldum eldri en ritaðir textar annara forngermanskra mála, að fáeinum rúnaristum á [[frumnorræna|frumnorrænu]] undanskildum. Hún hefur því ýmis fornleg einkenni sem höfðu nær eða alveg horfið úr öðrum germönskum málum þegar þau voru fyrst færð í letur. Má þar nefna ósamsetta [[þolmynd]], [[Tvítala|tvítölu]] og svonefndar [[tvöföldun]]arsagnir.